Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 79
Guðlaug Guðjónsdóttir, Stóru-Mörk:
Svanirnir mínir
Lengi er maður að læra að þekkja sjálfan sig og tekst ef til
vill aldrei að fullu. Lífsreynslan og atvikin kenna margt, og gott
er að gefa sér tóm til að líta til baka. Ég á margar minningar,
flestar frá æskustöðvunum. Tvö sumur sat ég yfir ám eða hjálp-
aði til við það. Ég minnist þess, að mér fannst lömbin ekki jarma,
heldur gráta. Mikið var ég fegin, þegar hætt var að færa frá og
litlu lömbin fengu að fylgja mæðrum sínum allt sumarið í faðmi
fjallanna. Ég man vel kofann, sem byggður var til að gefa okkur
skjól í hjásetunni. Stundum varð hann að konungshöll, einnig
kirkju og hlaut mörg heiti. Oft kom póstur að þessu heimkynni
með bréf, sem öll voru lesin hátt. Ég man líka peysufatapils, sem
varð að hempu. Þarna átti ég orgel, hvítu nóturnar voru leggir
en þær svörtu steinar. Verst þótti mér, að þær létu ekki undan,
þegar ég spilaði. Tók því fyrir að setja þær á raufar, sem ég fyllti
með mosa. Fyrir kom, að drengirnir misbuðu þessu völundar-
smíði mínu og ráku fótinn í það til að stríða mér.
Lítil hlóð voru skammt frá kofanum. Þar hituðum við stundum
blóðbergsvatn, þegar gott var veður, og efndum til vciziu, verst,
hve fátæk við vorum að eldspýtum. Þegar sólskin var, áttum við
að reka ærnar heim á kvöldin, eftir því sem fólkið benti okkur á,
hvar sólin ætti að vera, annars var sent til okkar að heiman eða
veifað. Ég smalaði í mörg ár, og vor eftir vor fór ég til kinda.
I huganum sé ég enn glæðurnar undir katlinum við Nesréttina
og hreiðrið okkar systranna, þar sem við sátum og borðuðum
nestið okkar og hlustuðum á eldra fólkið tala. Það bar margt á
góma þarna við réttarvegginn, meðan borðað var og vatnið hitn-
aði á katlinum. Það var líka oft hlegið dátt inni í réttinni að því,
sem sagt var, og svo vakti fláinn kæti. Það var sjálfgerður veggur,
klettur með nokkrum fláa, sem ærnar og lömbin stukku oft uppí
Goðasteinn
77