Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 61
veldi hinna þýzku Hansamanna. Niðurstöður viðræðna þessara
þriggja konunga urðu þær, að friður var saminn, og vorið 1363
gengu þau Hákon 6. Noregskonungur og Margrét Danaprinsessa
í heilagt hjónaband. Feðgarnir voru hinir ánægðustu, því að þeir
sáu fram á, að sú stund gæti brátt runnið, að ætt þeirra, Fólkunga-
ættin sænska, ríkti yfir öllum Norðurlöndum.
En Svíar fyrirgáfu ekki Magnúsi konungi að gefa Dönum eftir
héraðið Skán og sögðu honum nú upp trú og hollustu og ráku
hann frá völdum. Til konungs tóku þeir í hans stað systurson
hans Albreckt af Mecklenburg. Magnús og Hákon fóru með her
frá Noregi til að freista þess að vinna Svíþjóð á ný, en biðu
ósigur, og var Magnús handtekinn og settur í varðhald. Hákon
hélt áfram ófriði við Svía, en varð lítið ágengt. Fékk hann þó
um síðir föður sinn leystan úr haldi gegn ærnu fégjaldi eftir sex
ára innisetu.
Árið 1370 fæddist norsku konungshjónunum, Hákoni og Mar-
gréti, sonur, er þau skýrðu eftir verndardýrlingi Noregs og nefndu
Ólaf. Þar með voru ríkiserfðirnar tryggðar í Noregi. Og það sem
meira var, þá kom móðir þessa unga drengs því í kring, að hann
yrði einnig konungur Dana. Valdemar Atterdag andaðist árið
1375, og var næstur til erfða eftir hann sonur eldri dóttur hans og
þýzks aðalsmanns. Margréti tókst að fá þessu breytt, svo að
Ólafur Hákonarson var tekinn til konungs í Danmörku árið 1376
aðeins sex ára að aldri. Árið 1380 andaðist Hákon Noregskon-
ungur, og varð Ólafur litli þar með konungur í erfðaríki sínu.
Móðir hans, sem stjórnaði fyrir hann, lét hann einnig kalla sig
réttan erfingja Svíaríkis. En þessi ungi konungur, Ólafur Hákon-
arson, sem svo mikið átti í vændum, varð ekki langlífur, því að
hann veiktist skyndilega og dó árið 1387, aðeins sautján ára að
aldri. Þar með var afskorin síðasta grein hinnar fornu norsku
konungsættar og burtu síðasti konungurinn yfir íslandi, sem við
getum með einhverjum rétti kallað norskan konung. Eftir fráfall
Ólafs, tóku Danir Margréti móður hans til þjóðhöfðingja yfir
sig. Og nú voru Norðmenn án ríkiserfingja, og þar sem Margrét
drottning hafði verið kona Hákonar konungs og móðir Ólafs kon-
ungs, fannst þeim hún standa nærri völdunum og fóru því að
Goðasteinn
59