Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 58
miklu síðar á Norðurlöndum en sunnar i álfunni, en á 13. og sér-
staklega á 14. öld tekur það að móta hin norrænu þjóðfélög, og
lénsaðallinn takmarkar sig ekki við landamæri, heldur breiðist
um öll löndin og blandast saman, svo varla er hægt að tala um
norskan, sænskan eða danskan aðal, því að í rauninni er aðallinn
alþjóðleg stofnun, er vinnur gegn konungsvaldinu og hugsar fyrst
og fremst um að hlynna að völdum sínum og sérréttindum.
Hákon konungur átti í erfiðleikum vegna uppgangs Hansamanna
og vaxandi áhrifa aðalsins, en hélt þó öllu ríki sínu og völdum
fyrir þeim. En það var annað, sem hann átti erfiðara með, og
það var að hann átti ekki son, er tæki konungsnafn að honum
látnum.
Með Efemíu, hinni þýzku drottningu sinni, átti konungur aðeins
eina dóttur, Ingibjörgu að nafni. Drottningin var allmiklu eldri
en konungur og veikburða, svo að ekkert útlit var fyrir að hún
megnaði að ala konungi fleiri börn. Hann hafði því þegar í byrjun
stjórnarferils síns þungar áhyggjur vegna sonarleysis síns og eygði
ekki aðra leið út úr þeim vanda, en að breyta lögunum um ríkis-
erfðir. Kallaði hann saman til ráðstefnu helztu höfðingja ríkisins
í Osló árið 1302 og fékk þá til að samþykkja, að ef Ingibjörg
eignaðist son, þá skyldi hann verða konungur í Noregi, en að
öðrum kosti erfði hún sjálf ríkið. Er þessi erfðaskipan var komin
í kring, tókust samningar með Hákoni konungi í Noregi og Birgi
konungi í Svíþjóð um að Eiríkur hertogi, bróðir Svíakonungs, fengi
Ingibjargar Hákonardóttur, og samkvæmt því samkomulagi var
haustið 1302 opinberuð trúlofun hinnar ársgömu konungsdóttur í
Noregi og hins tvítuga sænska hertoga.
Hinn ungi maður sýndi sig brátt í margskyns ábyrgðarleysi og
reyndist Hákoni konungi næsta ótryggur. Kom þar, að konungur
sá sér ekki annað fært en að leggja hjónabandsfjötur á þenna
hverflynda og brögðótta hertoga. Voru þau Ingibjörg og Eiríkur
Magnússon gefin saman í hjónaband árið 1312, og var þá brúð-
urin aðeins ellefu ára að aldri. Hin unga konungsdóttir dvaldist
fyrst í stað eftir brúðkaupið hjá foreldrum sínum, en var árið
eftir send til manns síns í Svíþjóð, þar sem henni var vel fagnað.
56
Goðasteinn