Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 58

Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 58
miklu síðar á Norðurlöndum en sunnar i álfunni, en á 13. og sér- staklega á 14. öld tekur það að móta hin norrænu þjóðfélög, og lénsaðallinn takmarkar sig ekki við landamæri, heldur breiðist um öll löndin og blandast saman, svo varla er hægt að tala um norskan, sænskan eða danskan aðal, því að í rauninni er aðallinn alþjóðleg stofnun, er vinnur gegn konungsvaldinu og hugsar fyrst og fremst um að hlynna að völdum sínum og sérréttindum. Hákon konungur átti í erfiðleikum vegna uppgangs Hansamanna og vaxandi áhrifa aðalsins, en hélt þó öllu ríki sínu og völdum fyrir þeim. En það var annað, sem hann átti erfiðara með, og það var að hann átti ekki son, er tæki konungsnafn að honum látnum. Með Efemíu, hinni þýzku drottningu sinni, átti konungur aðeins eina dóttur, Ingibjörgu að nafni. Drottningin var allmiklu eldri en konungur og veikburða, svo að ekkert útlit var fyrir að hún megnaði að ala konungi fleiri börn. Hann hafði því þegar í byrjun stjórnarferils síns þungar áhyggjur vegna sonarleysis síns og eygði ekki aðra leið út úr þeim vanda, en að breyta lögunum um ríkis- erfðir. Kallaði hann saman til ráðstefnu helztu höfðingja ríkisins í Osló árið 1302 og fékk þá til að samþykkja, að ef Ingibjörg eignaðist son, þá skyldi hann verða konungur í Noregi, en að öðrum kosti erfði hún sjálf ríkið. Er þessi erfðaskipan var komin í kring, tókust samningar með Hákoni konungi í Noregi og Birgi konungi í Svíþjóð um að Eiríkur hertogi, bróðir Svíakonungs, fengi Ingibjargar Hákonardóttur, og samkvæmt því samkomulagi var haustið 1302 opinberuð trúlofun hinnar ársgömu konungsdóttur í Noregi og hins tvítuga sænska hertoga. Hinn ungi maður sýndi sig brátt í margskyns ábyrgðarleysi og reyndist Hákoni konungi næsta ótryggur. Kom þar, að konungur sá sér ekki annað fært en að leggja hjónabandsfjötur á þenna hverflynda og brögðótta hertoga. Voru þau Ingibjörg og Eiríkur Magnússon gefin saman í hjónaband árið 1312, og var þá brúð- urin aðeins ellefu ára að aldri. Hin unga konungsdóttir dvaldist fyrst í stað eftir brúðkaupið hjá foreldrum sínum, en var árið eftir send til manns síns í Svíþjóð, þar sem henni var vel fagnað. 56 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.