Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 5
Áviii'ii lil lesenda
Við heilsum lesendum og öðrum velunnurum rits okkar með
nýju ári og vonumst til góðrar samvinnu og velvilja framvegis
sem hingað til. Goðasteinn hóf göngu sína síðla árs 1962, og
birtist það ár aðeins eitt hefti. Á s.l. ári komu út tvö hefti. Margir
hafa hvatt okkur til að færast meira í fang og gefa út fleiri hefti
árlega. Og þótt útgáfa tímarits hér í strjálbýlinu sé allörðug, þá
viljum við samt leitast við að koma til móts við óskir fjölmargra
stuðningsmanna okkar og stækka ritið nokkuð. Því höfum við
ákveðið, að í þriðja árgangi Goðasteins komi út þrjú hefti af
svipaðri stærð og áður. Eitt þessara hefta verður að líkindum
helgað Skógum að nokkru eða öllu leyti, en á yfirstandandi ári
eru liðin fimmtán ár frá því, er þar var fyrst settur skóli.
Því miður treystumst við ekki, sakir vaxandi útgáfukostnaðar,
til að selja ritið svo ódýrt sem áður og hyggjumst hækka verð
hvers heftis upp í kr. 40,00. Samkvæmt því kostar þessi þriðji
árgangur kr. 120,00. Þó viljum við veita föstum áskrifendum okk-
ar nokkurn afslátt, ef þeir vilja greiða árgjaldið fyrirfram við
móttöku 1. heftis 3. árgangs. Þurfa þeir þá aðeins að greiða
kr. 100,00.
Vonumst við til, að sem flestir bregðist vel við og greiði þessa
upphæð strax, annaðhvort til umboðsmanna okkar, þar sem svo
hagar til, eða sendi okkur nefndar kr. 100,00 í bréfi, með póst-
ávísun eða öðrum hætti við fyrsta tækifæri.
Með beztu árnaðaróskum.
Útgefendur.
Goðasteinn
3