Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 36

Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 36
svo mildur, að í minnum var haft. Sprungu þá út sóleyjar og baldursbrár á þorra. Mundu elztu menn ekki annan vetur jafn- góðan. 1852 var blíðskaparveður á Suðurlandi fram á þorra. Hagur bænda var eftir atvikum sæmilegur. Bændum hafði fjölgað í Landsveit, voru aftur orðnir 53 og tíund þeirra til jafnaðar 10 lausafjárhundruð á búanda, sem mátti kallast gott. Fólksfjöldi í sveitinni var á þessum árum 380-400 eða 7-8 í heimili. Þá var blómleg byggð í Landsveit og landsnytjar meiri en síðar varð. Hinir víðlendu og fögru Landskógar voru óeyddir og sanduriun ekki farinn að svíða gróðurinn. - Eftir 1852 hallar undan, 1855, síðasta árið, sem Oddur bjó í Þúfu, var vetur mjög harður. Þá lá hestís á Þjórsá og Hvítá fram- undir sumarmál. Fénaðarhöld voru slæm og vorið kalt. Töðufall var þriðjungi minna en í meðallagi; haustið var votviðrasamt. Framtöl Odds öll búskaparár hans í Þúfu bera það með sér, að efnin voru ekki mikil. Börnin urðu níu alls, en tvö dóu ung. Flest árin voru 6-8 manns í heimili. Fyrstu árin sýnir lausafjár- tíundin eitt hundrað á hvern heimilismann, en er á líður versnar hlutfallið stórum. Árið 1846 eru 6 í heimili en tíund fjögur hundr- uð. Síðustu árin fimm er tíundin ekki nema 2-3 hundruð, en 6-7 í heimili. I framtölum þessum eru ekki talin með kúgildi, svo- kölluð, sem voru tvö af Þúfunni, enda ekki eign bóndans heldur fylgifé jarðarinnar. Fjárkláðinn mun hafa verið farinn að gjöra usla á síðari búskaparárum Odds, því sauðfé fækkar í héraðinu um 9 þús. frá 1854-56. En áður hefur fjárpest herjað, þó vísast ekki kláði, því Oddur segir í ljóðabréfi einu 1841: „Fjárpestin með feikna gangi fénu eyðir. / Meðan svona margt á stríðir / mega heita raunar tíðir.“ - Oddur Erlendsson andaðist 21. desember 1855 og skorti þá tvö ár í fertugt. Eigi veit ég, hvert var banamein Odds, en sumir ætla, að það hafi verið lungnabólga eða taksótt, sem var hin skæðasta veiki um þær mundir. Svo segir í annálum frá þessum árum, að megnt kvef og landfarsótt hafi þá gengið víða um land. Dóu margir úr þeirri sótt. Frá 1850-60 var meðalævi Islend- inga talin tæp 40 ár, en nú rúmri öld síðar er meðalævin 69,4 ár. 34 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.