Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 70
Um leið var ausublaðinu skellt á munn henni svo fast, að brotn-
uðu tvær tennur. Ausan hvarf síðan til heimkynna sinna.
Sögu þessa sagði mér gömul kona, Sigríður í Garðbæ í Njarð-
vík. Hún þekkti í æsku sinni þessar stúlkur, þá konur á efra aldri.
-o—
Afi minn, Gísli Guðmundsson, var í vinfengi við huldumann.
Svo kært var með þeim, að jafnan bjuggu þeir í sambýli, og skipti
afi þó oft um bústað. Hann bjó lengi á Jórvíkurhryggjum í Álfta-
veri. Þaðan flutti hann suður á Selvogsheiði og reisti þar nýbýli.
Talsvert umstang var í sambandi við þau búferli, m. a. þurfti afi
að fá leyfi yfirvalda og annarra fyrir búsetu þar syðra. Um ára-
mótin fór hann suður til að semja um þetta, en fékk ekki endan-
legt leyfi.
Sambýlismaður afa á Hryggjunum spurði hann frétta af ferða-
laginu, þegar hann kom austur. Hann kvað ekkert afgert um flutn-
inginn. „Jú, þú ferð nú,“ sagði hinn, „því hann rak suður um ný-
árið, sem rak hingað á undan þér.“ Leyfið kom skömmu seinna.
Afi bjó í tvö ár á heiðinni, lengur hélzt hann þar ekki við
vegna dýrbíts og vatnsleysis. Hann reisti þá annað nýbýli austur
í Grímsnesi og nefndi það Gíslastaði. Þar bjó hann til hárrar elli.
Vinur hans, huldumaðurinn, bjó á næstu grösum og kom oft að
Gíslastöðum. Afi átti stóra kistu úti í smiðju. I henni geymdi
hann hangiket og smér og gæddi þessum vini sínum á, þegar hann
kom að heimsækja hann. Afi slálæsti þá smiðjunni, en ómur af
skrafi þeirra vinanna barst oft út á stéttina.
Skyggn maður var við jarðarför afa. Hann sá huldumanninn
þar og tók til þess, hvað hann hefði verið hnípinn. Aldrei varð
vart við hann upp frá því.
Skráð cftir frásögn frú Ingibjargar Guðmundsdóttur frá Gíslastöðum, vistkonu
á Elli- og hjúkrunarhcimilinu Grund, vcturinn 1960—1961.
68
Goðasteinn