Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 9
það íslenzk örlög fyrr og sítiar. Niðjar Þóris og landnámsbýli hans
Selfoss hverfa í móðu aldanna, en tvö önnur góðbýli í Kallnes-
ingahreppi og ábúendur þeirra taka upp forystu mála í sveitinni.
Þau eru Kallaðarnes og Sandvík. Verður saga þeirra jarða og
ætta þeirra, er þar bjuggu, ekki rakin hér.
Þó að heimildir bresti um það, hverjir bjuggu á Selfossi eftir
daga Þóris Ásasonar og allt fram undir 1700, þá er fullvíst, að á
slíkri hlunnindajörð hefur byggð aldrei fallið niður á þessu
tímabili.
II.
VIÐREISN ARSKEIÐ
Landnámsjörðin Selfoss hefur að vísu horfið í skuggann um
skeið. En hlutur hennar átti eftir að koma upp aftur. Varð hún
þá aftur landnámsjörð á nýrri og stærri landnámsöld. Mun eg
nú rekja að nokkru þá þróun og þá atburði, er skópu skilyrði
fyrir vexti og viðgangi Selfoss og urðu jafnframt undanfari nýrrar
landnámsaldar í Flóanum og um gjörvalla Suðurlands-sléttuna allt
frá Lómagnúpi, austan, til Sýslusteina í landnámi Þóris haust-
myrkurs.
Nítjánda öldin er frelsis- og viðreisnaröld, mesta vakningaröld
íslenzku þjóðarinnar. Um langar, dimmar aldir hefur einveldi og
harðstjórn lagt herfjötur á þjóðirnar. Eftir júlí-byltinguna í Frakk-
landi 1830 rís frelsisalda um gjörvalla Norðurálfu. Hún brotnar á
ströndum Islands. íslendingar hafa lotið erlendu valdi öldum sam-
an og verið hart leiknir. Þar er hnípin þjóð í vanda. Um þessar
mundir eru margir ágætir Islendingar við nám í Kaupmannahöín.
Nokkrir þeirra stofna Fjölni, er kemur út 1835. Þetta tímarit skapar
nýtt tímabil í sögu íslenzkrar menningar og bókmennta. Alþingi
íslendinga er endurreist 1845, verzlunareinokunin afnumin fyrir
fullt og allt 1854, stjórnarskráin 1874 veitir Alþingi löggjafarvald og
fjárforræði, og fjárveitingarvaldið hrindir af stað framkvæmdum,
sem áður voru óframkvæmanlegar. Fyrsta framkvæmdin, er kemur
í hlut Selfoss, er bygging brúarinnar yfir Ölvesá. Lög um brúargerð
á Ölvesá voru staðfest af konungi vorið 1889. Skörungurinn
Goðasteinn
7