Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 59
Þar fæddi bún árið 1316 son, sem hlaut nafnið Magnús, og var
þar með leyst ríkiserfðavandamál Noregs.
Þessi gleðilegi atburður mátti ekki gerast miklu seinna, því
að þremur árum liðnum, 1319, andaðist Hákon konungur í Noregi.
Með honum féll í .valinn síðasti Noregskonungurinn, sem í karl-
legg rakti ætt sína til Sverris konungs og þá jafnframt til Haralds
konungs hárfagra. Með Hákoni má því segja að deyi út hin gamla
norska konungsætt, sem ríkt hafði í landinu frá því að Haraldur
hárfagri sameinaði Noreg og gerði að einu konungsríki á síðara
helmingi 9. aldar.
Við fráfall Hákonar háleggs kom til valda sem konungur í
Noregi hinn þriggja ára dóttursonur hans, Magnús Eiríksson. Og
það sama ár tóku Svíar hinn unga dreng einnig til konungs í
Svíþjóð, því að þá höfðu þeir Birgir konungur og bræður hans
safnazt til feðra sinna. Þar með komst á persónusamband milli
Noregs og Svíþjóðar, og gættu ráðamenn beggja ríkja þess vand-
lega í samningum sínum að fyrirbyggja nokkra sameiningu þessara
grannríkja, nema um konunginn, sem dveljast skyldi sitt árið í
hvoru landi. Fyrst í stað fóru ríkisráðin mcð stjórn landanna, þar
eð konungur var ómyndugur.
Árið 1332, er hinn ungi konungur var sextán ára, þótti hann
fær í flestan sjó og var lýst yfir að hann væri orðinn myndugur.
Tók hann þá við stjórnartaumum í Noregi og litlu seinna í Sví-
þjóð. Konungur þessi, sem nefndur var Magnús smekkur, reyndist
þegar til kom alltaf fremur sænskur konungur en norskur, enda í
föðurætt af hinum sænsku Fólkungum. Undu því Norðmenn illa
yfirráðum hans og hversu hann blandaði saman stjórn ríkja sinna.
Dvaldist hann og miklu meira í Svíþjóð en í erfðaríki sínu, og
þótti Norðmönnum þeir hafðir útundan, svo sem hver önnur hjá-
lenda. Því fögnuðu Norðmenn ákaft, er Magnús smekkur eign-
aðist tvo syni með hinni frönsku drottningu sinni, Eirík fæddan
1339 og Hákon fæddan 1340. Vildu Norðmenn glaðir gefa Svíum
Eirík eftir sem ríkiserfingja og fá að halda yngri syninum, Hákoni,
sem konungsefni sínu. Var sú tilhögun fastmælum bundin árið
1343 meðan prinsarnir voru í bernsku. Allt útlit var því fyrir, að
Goðasteinn
57