Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 45

Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 45
Frásögn Odds af upphafi eldsumbrotanna er all-nákvæm og má af henni marka rithátt hans að nokkru. Verður hún því prentuð hér (sleppt að mestu í eldritunu): „Þriðjudaginn annan dag Sept- embris-mánaðar árið 1845 var veður spakt með skýjuðu lofti, svo ei sá til sólar; blíður vestanblær gustaði og veitti von um indælan dag. Áður hafði votviðri gengið lítinn tíma, og kalsaveður með suðlægum og útsynntum vindum. Hafði sumarið, þegar á allt er 'litið, verið hið indælasta, allteins og veturinn áður hafði verið einhver hinn blíðasti, sem menn muna. Vorið og sumarið voru fremur þerrisöm, og því hafði sláttur gengið vel, sérdeilis hvað heyjaverkun snerti; töður voru hirtar grænar og nokkuð af engi þegar hér var komið. En fyrir því, að brugðið var veðri nokkru áður en hér segir, áttu menn úti hey nokkurt. Þenna morgun gengu menn til verka eins og vandi var til, án þess að ímynda sér, að nú væri friðurinn úti, er svo lengi hafði veitt blessunarríkan ár- angur störfum kynslóðar þeirrar, er nú er uppi; því hér fundust harla fáar manneskjur í nálægum héröðum, er lifað höfðu þá stund - fyrir 79 árum - er friður þessi þótti dýrmætur, og sýndi mönnum fram á, hversu dýrmætur hann væri þeim, er sviptast honum, enda lá nú fyrir oss að mæta sömu kjörum, þó oss væri hulið, að svo mundi bráðan að bera. Að ofanverðum dagmálum fóru í einu vetfangi að heyrast dunur og ofsaniður í austri með þvílíkum undirgangi, að jörð iðaði við undir fótum manna. Var niður þessi því líkastur, sem menn stæðu undir ógurlegustu árgljúfrum, eða stríðasta öldufalls- hljóð; fundu þeir, sem voru í húsum inni, hæga jarðskjálfta 3 eða 4, þar er næst var fjöllum, en ekki nema einn, þar er fjær var, en þeir er úti voru að verkum staddir urðu þess ei varir. Sló þá upp á austur, landnorður loftið blásvörtum myrkva æði miklum, sem færðist allt í einu yfir gjörvallt norðurloftið til vesturs út- norðurs og allt upp í hvolfið, svo nálega varð sem hálfrokkið, þar sem skugganum sló á jörðina hér fram í miðjar byggðir, og sögðu þeir er undir skugga þeim voru, að ekki hefði verið meira en vinnubjart á meðan myrkvi sá varði. En svo ískyggilegur varð myrkvi þessi sem mestu þrumuský, en þó ólíkur þeim að útliti til, því hann var líkastur myrkri einu en ekki skýjum, nema hvar Goðasteinn 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.