Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 44
1845 í Lýsingu íslands og eldgosasögunni á dagbók Odds. í Lýsing
íslands segir svo: „Seinasta gos úr Heklu sjálfri byrjaði 2. sept.
1845 kl. 10 um morguninn og heyrðust dynkir í jörðu um allt land,
jafnvel norður í Gdmsey. Bar vindur öskumökkinn til suð-
austurs, svo askan féll mest yfir Skaftártungu og Síðu, öskudust
barst og til Shetlandseyja og Orkneyja. Um kvöldið 2. sept. kl.
7V2 fór hraun að renna niður vesturhlíðar fjallsins og héldust
gosin síðan með smáhvíldum marga mánuði. Hraunið barst niður
að Næfurholti og varð 1V2 míla á iengd og % á breidd, þar sern
það var breiðast. Hryggur Heklu rifnaði, og á sprungunni mynd-
uðust fimm gígir. Gosið stóð í 7 mánuði og gjörði tiltölulega lítinn
skaða, þó fénaður sýktist nokkuð sumstaðar og slægjur á útengj-
um yrðu litlar í öskusveitunum.“
Árið 1880 kom út Rit um jarðelda á íslandi, Markús Loftsson
bóndi á Hjörleifshöfðu safnaði og ritaði. Um Heklugosið 1845
segir svo neðanmáls á bls. 101: „Hér er tekið orðrétt rit Odds
bónda Erlendssonar á Þúfu á Landi“. Hér er rangt frá skýrt. I
hinni prentuðu frásögn, sem er 18. bls. í ritinu (síðar tekin óbreytt
í 2. útg. 1930) eru aðeins birtar glefsur úr dagbók eða „dagskrá"
Odds, rithætti hans ekki haldið nema á stöku stað. Frásögnin
ónákvæm, orð ranglesin í handritinu, og sleppt er heilum köflum,
enda mundi láta nærri, að hefði handrit Odds verið prentað orð-
rétt, þá væri það 60-70 bls. í fyrri útgáfunni af eldriti þessu. Hér
skal birt eitt dæmi um hina „orðréttu“ prentun: Um þriðjud. 16.
sept. segir svo í riti Markúsar: „Þann 16. var hvass vindur á land-
norðan; hélt þá mekkinum til suðurs yfir Rangárvöllu; lagði þá
vonda lykt frá fjallinu; hafði hún að vísu fundist hér áður, en
aldrei eins vond; var sú lykt lík þeirri, sem leggur upp af þara-
rusli við sjó í heitu sólskini."
í handriti Odds stendur: „Þriðjud. 16. sept. var hér hvass
vindur á landnorðan. Hélt öskumökknum til suðurs og yfir Rang-
árvellina. Loft var skýjað og lítið sólskin. Þá var ákaflega vondur
fnykur í lofti úr fjallinu; hafði hann að sönnu fundizt fyrr, en
aldrei eins vondur og nú, var hann líkastur þeim, er leggur upp
af ýmsum sjóarvíkum, hvar þarabrúk liggur og fúnar, en ólíkur
var hann brennisteinsþef, eður svonefndri jöklafýlu."
42
Goðasteinn