Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 19
því búnu er netið látið í bátinn, eins og áður, og svo lagt frá landi
á ný. Þannig er haldið áfram, þangað til komið er út á Sigatanga,
þar sem byggingarnar eru núna. Það var sjaldan dregið lengra út
með Melatanganum, austan, enda þá venjulega komið að liggj-
anda eða fallaskiptum.
Um fallaskiptin og meðan var að byrja að falla inn í fjörðinn,
var farið að hugsa um þörf magans. Við höfðum steinahlóðir í
sandtorfu, er við kölluðum Matartorfu, og kveiktum upp eld. Var
svo búið í pottinn. Við slægðum lúru eða silung og suðum í sjó
eða samblandi sjávar og vatns, sem oft var um fjöru við Mela-
tanga. Þegar við höfðum góðan eldivið, var soðningin fljótt til-
búin. Borð var dekkað á þann hátt, að breiddur var hreinn poki á
sléttan blett á sandtorfunni og hellt á hann úr sjóðandi pottinum
eða skjólunni. Soðið seig niður um pokann, en krásin varð eftir
á honum. Mcnn lögðust á mjöðm og olnboga umhverfis borðið,
hver með sinn kökubita í hendi. Var svo borðað með beztu lyst.
Betra var þá að hafa gát á hreyfingum sínum, svo ekki sáðist
sandur yfir matinn. Aldrei heyrðist um annað talað en þetta væti
heimsins fínasta borðhald og - umfram allt - heimsins fínasti
matur: Lúra og silungur, lógað með fullu lífi, soðið í sjó og
borðað með köku og nýju kúa- og sauðasmjöri. Já, þetta var
matur í lagi.
Þegar menn voru mettir og byrjað var að flæða, var farið að
draga innfallið, inn með Melatanga, inn Melavík, inn með rifjum
og stundum alla leið að Háarifi, drátt eftir drátt, bugun eftir
bugun. Að draga innfallið alla þessa leið tók oft 5-6 klukkutíma.
Er þá eftir klukkutímaróður að Hafnargörðum. Þangað var þá
komið um kl. 9, einum tíma eftir háflæði. Öll ferðin hafði tekið
13 tíma, frá morgni til kvölds, alltaf í starfi, ræðarar oftast undir
ári, nema þá stund, sem fór í matreiðslu og borðhald. 1 Hafnar-
görðum var veiðin tekin úr bátnum og borin í land. Þar var henni
skipt í hluti. Það var tekinn einn hlutur eftir bátinn, annar eftir
netið og svo hlutur á hvern mann. Það var aldrei neinn hálfdrætt-
ingur eða svoleiðis pírumpár. Þegar veiði var lítil, svo sem 20
marka skjóla í hlut, var skipt á mennina og allt að tveimur skjól-
um í hlut. Góð veiði þótti, þegar 4 skjólur voru í hlut, og uppí
Goðasteinn
17