Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 73

Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 73
frá ýmsu í samlífi mínu við skepnurnar, sem mér hefur jafnvel fundizt benda til þess, að þær hefðu stundum meira vit en menn. Og er þá hægt að kalla það annað en sál samkvæmt merkingunni, sem lögð hefur verið í það orð? Eg hef umgengizt skepnur í 55 ár og orðið margs vísari fyrir vikið. Einu sinni leiddi ég kú frá Rauðnefsstöðum að Vatnsdal í Fljótshlíð, en það er 10-11 km. Veður var gott, jörð auð, en all- frosin og skreip nokkuð. Allir þekkja, að kýr, sem lengi hafa verið byrgðar í fjósi, vilja bregða á leik, er út kemur, stundum um of. Svo varð núna. Samt gekk kýrin rösklega alla leiðina að Vatus- dal. Ég þáði góðgerðir hjá þeim gestrisnu hjónum, Kjartani Magn- ússyni og Önnu Guðmundsdóttur, og hvíldi kúna um leið. Síðan lagði ég af stað heim, en nú tókst svo til, að kusa lagðist niður, þegar ég var kominn langt austur á túnið. Langt var upp að Reyni- felli, svo ég þorði ekki annað en snúa við og biðja Kjartan fyrir kúna. Ætlaði ég að sækja hana daginn eftir, en af einhverjum ástæðum dróst það til annars dags. Þegar ég kom að Vatnsdal, hélt fólkið, að kýrin væri veik, hún hafði ekkert viljað éta né drekka og seldi nær enga mjólk, 2-3 merkur, en var að réttu lagi í 14-16 mörkum. Kjartan kom með mér út í fjós og ræddum við saman á leiðinni. Við vorum komnir rétt að fjósdyrunum, sem voru lokaðar, þegar kýrin fór að öskra ákaflega. Um leið og ég kom inn úr dyrunum riðlaðist hún upp á birslu, svo við héldum, að hún mundi stórlega meiða sig. Ég fór uppí básinn til hennar, og mátti kalla, að þar yrði fagnaðarfundur. Nuddaði kusa hausn- um svo fast við mig, að hún ætlaði að margfella mig. Ég hélt svo af stað með kúna. Gekk hún þá svo hart, að ég átti fullt í fangi með að fylgja henni. Ég sleppti henni talsvert fyrir sunnan Rauðnefsstaði, og var hún komin heim góðri stundu á undan mér. Eftir tvo daga var hún komin í sína fyrri nyt. Ég hélt fé mínu aðallega til beitar í heiðinni vestan við bæ- inn, er snjóar komu. Heiðin er mjög úfið hraun, að mestu upp- gróið. Þar eru háir hólar og milli þeirra miklu lægri ranar eða grjóthryggir, mismunandi langir með þunnu gróðurlagi. Hryggirnir snúa mjög óreglulega og liggja víða í essum og beygjum. Utan við þá eru víðast djúpar lautir og dældir, sem óðara fylltust af Goðasteinn 7i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.