Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 67
inn upp í hornið til hennar, þurr og þokkalegur. Á afviknum stað
út við dyr, var mjólkurskjólan með broddi og bar því vitni, að
búið var að fara undir kúna. Allt hafði þetta farið fram án vit-
undar vinnumannsins. Enginn var í vafa um, að huldufólkið hefði
valdið svefni vinnumannsins til að geta naðurlaust hjálpað kúnni.
Mamma átti heima í Steinum undir Eyjafjöllum á æskuárum.
Þar bjuggu þá 6 bændur í einu þorpi. Framan við bæina stóð
kirkja, og náði kirkjugarðurinn upp að bæjarstéttinni.
Einhvern tíma á þeim árum vildi svo til, að húsfreyjan á aust-
asta bænum lagðist á sæng og kom hart niður. Lenti ljósmóðirin
í ráðaleysi með að hjálpa henni og óskaði eftir, að læknir yrði
sóttur, sem þá var Skúli Thorarensen á Móeiðarhvoli. Um það bil,
sem þau ráð voru ráðin, sat mamma, ásamt öðrum börnum þar
í Steinum, á kirkjugarðsveggnum. Það bar þá til nýlundu, að
kona kom suður úr húsasundi vestan við austasta bæinn og gekk
þar óboðin inn. Hún var klædd rauðum kyrtli með hálfermum og
bar tösku í annari hendi. Ekki báru börnin kennsl á hana.
Fyrir forvitni sakir fóru þau inn í austurbæinn á eftir konunni,
en hana var þá hvergi að sjá. Við það urðu þau rétt að gjalti og
fóru jafnnær út aftur, enda ekki vel liðin í bænum, er svona stóð
á. Rétt í þessum svifum syfjaði sængurkonuna mjög, svo hún bað
ljósmóðurina og konu, sem hjá henni var, að fara fram stundar-
korn. Þær gerðu svo. Að vörmu spori heyrðu þær, að sængurkonan
sagði stundarhátt: „Guði sé lof,“ og um leið kvað við barnsgrátur.
Þær flýttu sér til baðstofu og hittu þar móður og barn með furðu
hressu bragði. Forviða spurðu þær sængurkonuna, hverju það
sætti, að hagur hennar hefði greiðst svo skjótt. Hún svaraði: „Sá
er aldrei einn, sem guð er með.“ Annað lét hún ekki í ljós.
Það er af börnunum að segja, að þau settust aftur á kirkju-
garðsvegginn, þegar þau komu út. Að stundarkorni liðnu sáu þau
konuna í rauða kyrtlinum koma út á stéttina og ganga upp úr
húsasundi. Var hún þá með báðar hendur blóðugar. Hún hvarf
börnunum bak við bæinn og sást aldrei upp frá því.
í Steinahelli átti huldufólk heima, og var það á allra vitorði.
I hellismunnanum óx mikið af burkna (tóugrasi). Enginn mátti
slíta þá, nema óhöpp hlytust af. Bóndi í Steinum sleit burknastóð
Goðasteinn
65