Goðasteinn - 01.03.1964, Qupperneq 67

Goðasteinn - 01.03.1964, Qupperneq 67
inn upp í hornið til hennar, þurr og þokkalegur. Á afviknum stað út við dyr, var mjólkurskjólan með broddi og bar því vitni, að búið var að fara undir kúna. Allt hafði þetta farið fram án vit- undar vinnumannsins. Enginn var í vafa um, að huldufólkið hefði valdið svefni vinnumannsins til að geta naðurlaust hjálpað kúnni. Mamma átti heima í Steinum undir Eyjafjöllum á æskuárum. Þar bjuggu þá 6 bændur í einu þorpi. Framan við bæina stóð kirkja, og náði kirkjugarðurinn upp að bæjarstéttinni. Einhvern tíma á þeim árum vildi svo til, að húsfreyjan á aust- asta bænum lagðist á sæng og kom hart niður. Lenti ljósmóðirin í ráðaleysi með að hjálpa henni og óskaði eftir, að læknir yrði sóttur, sem þá var Skúli Thorarensen á Móeiðarhvoli. Um það bil, sem þau ráð voru ráðin, sat mamma, ásamt öðrum börnum þar í Steinum, á kirkjugarðsveggnum. Það bar þá til nýlundu, að kona kom suður úr húsasundi vestan við austasta bæinn og gekk þar óboðin inn. Hún var klædd rauðum kyrtli með hálfermum og bar tösku í annari hendi. Ekki báru börnin kennsl á hana. Fyrir forvitni sakir fóru þau inn í austurbæinn á eftir konunni, en hana var þá hvergi að sjá. Við það urðu þau rétt að gjalti og fóru jafnnær út aftur, enda ekki vel liðin í bænum, er svona stóð á. Rétt í þessum svifum syfjaði sængurkonuna mjög, svo hún bað ljósmóðurina og konu, sem hjá henni var, að fara fram stundar- korn. Þær gerðu svo. Að vörmu spori heyrðu þær, að sængurkonan sagði stundarhátt: „Guði sé lof,“ og um leið kvað við barnsgrátur. Þær flýttu sér til baðstofu og hittu þar móður og barn með furðu hressu bragði. Forviða spurðu þær sængurkonuna, hverju það sætti, að hagur hennar hefði greiðst svo skjótt. Hún svaraði: „Sá er aldrei einn, sem guð er með.“ Annað lét hún ekki í ljós. Það er af börnunum að segja, að þau settust aftur á kirkju- garðsvegginn, þegar þau komu út. Að stundarkorni liðnu sáu þau konuna í rauða kyrtlinum koma út á stéttina og ganga upp úr húsasundi. Var hún þá með báðar hendur blóðugar. Hún hvarf börnunum bak við bæinn og sást aldrei upp frá því. í Steinahelli átti huldufólk heima, og var það á allra vitorði. I hellismunnanum óx mikið af burkna (tóugrasi). Enginn mátti slíta þá, nema óhöpp hlytust af. Bóndi í Steinum sleit burknastóð Goðasteinn 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.