Goðasteinn - 01.03.1964, Page 36

Goðasteinn - 01.03.1964, Page 36
svo mildur, að í minnum var haft. Sprungu þá út sóleyjar og baldursbrár á þorra. Mundu elztu menn ekki annan vetur jafn- góðan. 1852 var blíðskaparveður á Suðurlandi fram á þorra. Hagur bænda var eftir atvikum sæmilegur. Bændum hafði fjölgað í Landsveit, voru aftur orðnir 53 og tíund þeirra til jafnaðar 10 lausafjárhundruð á búanda, sem mátti kallast gott. Fólksfjöldi í sveitinni var á þessum árum 380-400 eða 7-8 í heimili. Þá var blómleg byggð í Landsveit og landsnytjar meiri en síðar varð. Hinir víðlendu og fögru Landskógar voru óeyddir og sanduriun ekki farinn að svíða gróðurinn. - Eftir 1852 hallar undan, 1855, síðasta árið, sem Oddur bjó í Þúfu, var vetur mjög harður. Þá lá hestís á Þjórsá og Hvítá fram- undir sumarmál. Fénaðarhöld voru slæm og vorið kalt. Töðufall var þriðjungi minna en í meðallagi; haustið var votviðrasamt. Framtöl Odds öll búskaparár hans í Þúfu bera það með sér, að efnin voru ekki mikil. Börnin urðu níu alls, en tvö dóu ung. Flest árin voru 6-8 manns í heimili. Fyrstu árin sýnir lausafjár- tíundin eitt hundrað á hvern heimilismann, en er á líður versnar hlutfallið stórum. Árið 1846 eru 6 í heimili en tíund fjögur hundr- uð. Síðustu árin fimm er tíundin ekki nema 2-3 hundruð, en 6-7 í heimili. I framtölum þessum eru ekki talin með kúgildi, svo- kölluð, sem voru tvö af Þúfunni, enda ekki eign bóndans heldur fylgifé jarðarinnar. Fjárkláðinn mun hafa verið farinn að gjöra usla á síðari búskaparárum Odds, því sauðfé fækkar í héraðinu um 9 þús. frá 1854-56. En áður hefur fjárpest herjað, þó vísast ekki kláði, því Oddur segir í ljóðabréfi einu 1841: „Fjárpestin með feikna gangi fénu eyðir. / Meðan svona margt á stríðir / mega heita raunar tíðir.“ - Oddur Erlendsson andaðist 21. desember 1855 og skorti þá tvö ár í fertugt. Eigi veit ég, hvert var banamein Odds, en sumir ætla, að það hafi verið lungnabólga eða taksótt, sem var hin skæðasta veiki um þær mundir. Svo segir í annálum frá þessum árum, að megnt kvef og landfarsótt hafi þá gengið víða um land. Dóu margir úr þeirri sótt. Frá 1850-60 var meðalævi Islend- inga talin tæp 40 ár, en nú rúmri öld síðar er meðalævin 69,4 ár. 34 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.