Goðasteinn - 01.03.1965, Side 10

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 10
Halldóra Bjarnadóttir segir Sigurð í Skarðshlíð hafa átt Þur- íði að fyrri konu, en það mun ekki rétt. Þau munu ekki hafa gifzt. Jón (f. 17. febr. 1793, d. 16. maí 1850, 57 ára), Sigurðsson, var húsa- og skipasmiður og hinn mesti hagleiksmaður bæði á tré og járn. Eru hér á Keldum enn, 1903, (einnig 1933) til mjög haglega gerðir hlutir eftir hann, t. d. skemma, „stóraskemma“ úr söguðum rekavið, með smíðuðum saum, flutt fyrst frá Skarðs- hlíð að Hvoli. Þar var hún, hálf, brúkuð fyrir þinghús, meðan þau bjuggu þar. Að Keldum var hún flutt 1852—‘53. Hún er með haglega gerðri skrá, þjófaskrá, sem ókunnir ekki ljúka upp að innan. Skápur málaður ýmsum litum, fallegur, einlagður viður með kýldum listum og skorinn rósum með upphleyptum stöfum ISS. Var smíðaskápur í skemmunni, nú bollaskápur, 1903, (síðan hingað kom), með læsingu (nú fyrir tau '33). Kistur ein- lagðar, strikaðar, reiðsla, klyfberi mjög smiðslegur (nú 1933 brot- inn) c. fl. allt smekklegt. Jón var starfsmaðut mikill, lesari annmæltur og las jafnan á hádegi og sagði þá gestum, sem oft sóttu hann heim til smíða o. s. frv.: „Ég fer að lesa, þið ráðið, hvort þið bíðið.“ Hann var og söngmaður og tók sjaldan til. Því sagði Skúli læknir á Móeiðarhvoli eitthvert sinn, er hann hafði heyrt söngrödd hans: „Þú grefur pund þitt í jörðu“. Hneigður var hann fyrir vín og bilaður öðrum megin (kviðslitinn). Jón á Ægissíðu hét eftir honum. Ingibjörg (f. 29. des. 1793, dó á Keldum 4. sept. 1871, 78 ára) var einnig að sínu leyti handlagin hannyrðakona, sem hún kenndi dætrum sínum, svo sem baldýring, knippl, glitvefnað o. fl., en flos vildi hún ekki kenna þeim, þótti seinlegt verk og ofmikil tímaeyðsla við það. Flutti að Keldum 1858, var nokkur ár blind en kembdi og spann þó enn á rokkinn sinn og gerði margt fleira. Ingibjörg Guðmundsdóttir hét í höfuðið á henni. Guðrún systir á silfurkross eftir hana. Jón og Ingibjörg áttu 8 börn, fjögur dóu í æsku, hét eitt Sigurður, mesta efnisbarn, sem þau sáu mjög eftir, en fjórar dætur komust upp: 1. Ingibjörg, átti fyrr Einar son Einars hreppstjóra í Sigluvík. Þeirra dóttir, 8 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.