Goðasteinn - 01.03.1965, Page 26

Goðasteinn - 01.03.1965, Page 26
Þegar sjóhrakningurinn mikli var hér á Mýrum, 3. maí 1843, missti Ragnhildur manninn sinn, Magnús Sigurðsson, 27 ára. Ragnhildur var þá 25 ára ekkja með tvær dætur þeirra Magnús- ar, Guðnýju, fjögra ára, og Sigríði, eins árs. Þórbergur Þórðar- son rithöfundur skrifar um sjóhrakninginn í bókinni Brim og boðar II. Stefán Árnason alþingismaður í Árnanesi var þá hreppstjóri hér á Mýrum; Nesjasveit og Mýrar þá ein sveit með tvo hrepp- stjóra. Það kom í hlut Stefáns að gjöra ráðstafanir til að ekkj- ur eftir sjóhrakninginn gætu bjargazt áfram við búskap, útvega þeim fyrirvinnu og fleira, svo að ekki þyrfti að sundra heimil- unum. Ein af þeim ekkjum, er Stefán útvegaði fyrirvinnu, var Ragnhildur. Hann fékk til þess ekkjumann úr Nesjasveit, Ólaf Arason, 41 árs. Ólafur hafði með sér dreng, er hann átti, Ara að nafni. Sagt var, að Ólafur hefði verið ófáanlegur að taka að sér fyrirvinnustarfið nema fylgdi eiginorð frá ekkjunni. Ekki var hún ánægð með ráðahaginn, en „neyðin giftir ekkjurnar" og svo var þarna. Ragnhildur neyddist til að taka þennan kost. Þau Ólafur munu hafa gifzt 1844. Þegar verið var að búa Ragn- hildi í brúðarklæðin, var þar nærstaddur bóndinn í Digurholti, Steinn Bjarnason, mesti sprellikarl. Hann talar í hljóði við þann, sem næstur honum var, og þó svo hátt, að fleiri heyrðu, meðal annars brúöurin: ,,Er sem mér sýnist, er hún Ragnhildur ólétt“? Fólkið sussaði á Stein og kjafthátt hans við þetta tækifæri. Þá segir brúðurin: „Þrætið þið ekki við augun í Steini“. Nýstigin af brúðarbekknum sagði Ragnhildur við mann sinn: ,,Æ, það vildi ég nú, að höfuðið á honum Magnúsi mínum væri komið á þig, Ólafur minn‘. Ólafur þessi Arason mun hafa verið bezti drengur en þótti ekki mikill verkamaður. Ragnhildur var aftur á móti harðdug- leg, örugg og ódeig til orða og verka. Það er hér lítil lág í túninu á Einholti, er heitir Ólafslág. Þá lág sló Ólafur bóndi í Slindurholti á degi. þegar hann var hjáleigubóndi og innti af höndum sláttudag sinn hjá presti. Slægjan þótti ekki stór. Frá því var einnig sagt, að er Ólafur fór í fjörð að leita fiskjar, ásamt fleiri Mýra- og Nesjmaönnum og margir lcomu með stór- 24 Godasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.