Goðasteinn - 01.03.1965, Page 86

Goðasteinn - 01.03.1965, Page 86
það saínnúmer 1645. Blaðskrautið þekur skurðflötinn að mestu cg er samansett og skorið af listfengi skurðmeistara. Á lokinu cr ártal gert með undarlegum hætti: AHEC. Er þar miðað við röð stafa í stafrófi, og verður úr ártalið 1853. Árið 1963 gaf Jón Gunnarsscn bóndi á Velli í Hvolhreppi safninu asklok, sem sver sig í sömu ætt. Útskurðurinn er ögn fíngerðari en auðsjáanlega verk sama manns. Ártal er skorið með venjulegum hætti, 1851. Höfundur þessara tveggja hluta er, án vafa, Filippus Bjarnason frá Sandhólaferju, bóndi á Efri-Hömrum í Holtum. Það er verk- cfni fyrir listfræðinga að gera grein fyrir skurðlist Filippusar cg ættmenna hans, Sandhólaferjumanna. Listfengi þeirrar ættar hcfur verið óvenju mikið og haldizt í marga ættliði. Útskornir gripir eftir Filippus eru til í Þjóðminjasafninu, í byggðasafninu á Selfossi, í byggðasafninu í Skógum og margir eru í eigu ein- stakra manna. Eru þeir allir með greinlegum höfundareinkenn- um. Ber þess þó að gæta, að Gunnar á Sandhólaferju, bróðir Filippusar, fckkst einnig við útskurð, og er skurðstíll hans ná- skyldur skurðstíl Filippusar. Filippus var fæddur á Sandhólaferju 15. marz 1822, sonur Bjarna Gunnarssonar (glímu-Bjarna) og konu hans Valdísar Jóns- dóttur. Hann kvæntist Guðrúnu Árnadóttur bónda á Stóra-Hofi á Rangárvöllum, Jónssonar. Bjuggu þau að Háfshóli í Holtum cg síðar að Efri-Hömrum í sömu sveit. Guðrún andaðist 26. okt. 1866. Seinni kona Filippusar (1874) var Salvör Þórðardóttir frá Meðalhoitshjáleigu. Filippus andaðist 14. okt. 1900. Börn hans og Guðrúnar voru: 1. Árni kennari og gjaldkeri í Ásgarði, Vest- mannaeyjum, kvæntur Gíslínu Jónsdóttur frá Óttarsstöðum í Ölf- usi. 2. Bjarni í Kálfholtshjáleigu, kvæntur Sesselju Vigfúsdóttur frá Hárlaugsstöðum. 3. Sigurður á Efri-Hömrum, kvæntur Ingi- björgu Sigurðardóttur, ættaðri af Skógarströnd. 4. Valdís, gift Ingimundi Vigfússyni í Bræðraborg á Stokkseyri. Heimildir: Kirkjubækur. Frásögn frú Marsibil Jóhannsdóttur frá Ölvesholts- hjáleigu. Mynd Filippusar er fengin að láni frá Þorsteini Þ. Víglundssyni fyrrv. skólastjóra, mynd af askloki cr tekin af Vigfúsi Friðrikssyni ljósmyndara. 84 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.