Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 86

Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 86
það saínnúmer 1645. Blaðskrautið þekur skurðflötinn að mestu cg er samansett og skorið af listfengi skurðmeistara. Á lokinu cr ártal gert með undarlegum hætti: AHEC. Er þar miðað við röð stafa í stafrófi, og verður úr ártalið 1853. Árið 1963 gaf Jón Gunnarsscn bóndi á Velli í Hvolhreppi safninu asklok, sem sver sig í sömu ætt. Útskurðurinn er ögn fíngerðari en auðsjáanlega verk sama manns. Ártal er skorið með venjulegum hætti, 1851. Höfundur þessara tveggja hluta er, án vafa, Filippus Bjarnason frá Sandhólaferju, bóndi á Efri-Hömrum í Holtum. Það er verk- cfni fyrir listfræðinga að gera grein fyrir skurðlist Filippusar cg ættmenna hans, Sandhólaferjumanna. Listfengi þeirrar ættar hcfur verið óvenju mikið og haldizt í marga ættliði. Útskornir gripir eftir Filippus eru til í Þjóðminjasafninu, í byggðasafninu á Selfossi, í byggðasafninu í Skógum og margir eru í eigu ein- stakra manna. Eru þeir allir með greinlegum höfundareinkenn- um. Ber þess þó að gæta, að Gunnar á Sandhólaferju, bróðir Filippusar, fckkst einnig við útskurð, og er skurðstíll hans ná- skyldur skurðstíl Filippusar. Filippus var fæddur á Sandhólaferju 15. marz 1822, sonur Bjarna Gunnarssonar (glímu-Bjarna) og konu hans Valdísar Jóns- dóttur. Hann kvæntist Guðrúnu Árnadóttur bónda á Stóra-Hofi á Rangárvöllum, Jónssonar. Bjuggu þau að Háfshóli í Holtum cg síðar að Efri-Hömrum í sömu sveit. Guðrún andaðist 26. okt. 1866. Seinni kona Filippusar (1874) var Salvör Þórðardóttir frá Meðalhoitshjáleigu. Filippus andaðist 14. okt. 1900. Börn hans og Guðrúnar voru: 1. Árni kennari og gjaldkeri í Ásgarði, Vest- mannaeyjum, kvæntur Gíslínu Jónsdóttur frá Óttarsstöðum í Ölf- usi. 2. Bjarni í Kálfholtshjáleigu, kvæntur Sesselju Vigfúsdóttur frá Hárlaugsstöðum. 3. Sigurður á Efri-Hömrum, kvæntur Ingi- björgu Sigurðardóttur, ættaðri af Skógarströnd. 4. Valdís, gift Ingimundi Vigfússyni í Bræðraborg á Stokkseyri. Heimildir: Kirkjubækur. Frásögn frú Marsibil Jóhannsdóttur frá Ölvesholts- hjáleigu. Mynd Filippusar er fengin að láni frá Þorsteini Þ. Víglundssyni fyrrv. skólastjóra, mynd af askloki cr tekin af Vigfúsi Friðrikssyni ljósmyndara. 84 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.