Goðasteinn - 01.06.1975, Page 5

Goðasteinn - 01.06.1975, Page 5
Sigurjón Snjólfsson frá Sv'mhólum: Á víð og dreif ÆSKUMINNINGAR ÚR LÓNI Ég var fluttur að Hvalnesi í Lóni missirisgamall. Þá bjuggu þar í austurbænum Guðrún og Bjarni. Hjá þeim átti ég að alast upp. I suðurbænum bjuggu hjónin Guðrún og Eiríkur. Efnalitlir voru þessir bændur, enda búin að vera hörð ár, en glaðir voru þeir eigi að síður. Þetta voru mestu prúðmenni og smiðir góðir. Konurnar voru duglegar og hagnýttu vel allt, sem aflað var til búsins, og bæði hjónin komu upp mörgum og myndarlegum börn- um. Sigurður sonur Eiríks og Guðrúnar var jafngamall mér. Við vorum miklir vinir og lékum okkur saman, og alltaf var sam- komulagið gott. Sem fullþroska menn unnum við oft saman. Oft var mikið af frönskum skútum í Lónsbugtinni. Þá var enn nógur fiskur, enda aðeins fiskað á handfæri. Eftir einu skútu- strandi man ég. Frá því er mér sérstaklega minnisstæður Ingi- mundur Eiríksson hreppstjóri í Rofabæ í Meðallandi, sem var við strandið í umboði sýslumanns. Þetta var virðulegur maður með mikið hár og skegg. Ég var hræddur við fransmennina en þeim mun hrifnari af fallegum brauðkökum, sem komu frá strandinu. Ekki vorum við Siggi leikbróðir minn nema 6 ára, þegar okkur var ætlað verk að vinna, en að sönnu fremur létt. Þá voru öll tún ógirt, og okkur var ætlað að gæta þess, að skepnur væru ekki á beit á túnunum. Vandi okkar var mestur sá, að ein ær var svo túnsækin, að við höfðum engan frið fyrir henni. Kom okkur því saman um að fara með hana langt frá bænum. Lögðum við af stað vígalegir og þóttumst eiga sigur vísan. Að nokkurri stundu liðinni víkkaði sjóndeildarhringurinn og við sáum fallegan dal með skrúðgrænum brekkum og háum tindum. Vorum við þá Goðasteinn 3

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.