Goðasteinn - 01.06.1975, Síða 7

Goðasteinn - 01.06.1975, Síða 7
með sitt fólk. Hann fékk þar hálfa jörðina til ábúðar. Komið var vor, mál að búa sig til fcrðar og kveðja æskuvini. Þetta er gangur lífsins. Margt þurfti að skoða í Svínhólum, mér fannst það undra' heimur, sem þar var að sjá. Eitt af því fyrsta, sem gera þurfti, var að fara í suðurbæinn. Þar bjuggu Guðrún og Guðmundur. Alls staðar voru Guðrúnar! Hjá þeim sá ég nýstárlega klukku, dregna upp með festi og lóðum. Guðmundur átti tvö uppkomin börn og tvö fósturbörn, Bjarna, sem nefndur var Bami, og Guðrúnu, sem kölluð var Gunna. Þau voru systkini, Gunna jafn- gömul mér. Heldur var þetta lítil jörð, túnið lítið og þýft, tvö fjárhús, ein iítil hlaða, ekkert fjós. Það kom sér vel, að fóstri minn var góður byggingamaður. Byrjað var á því að koma upp fjósi og lambhúsi. Þá var ég 9 ára og hafði ekki mikið vit á búskap en fannst mikið um allar þessar framkvæmdir. Svínhólar eru í þjóðbraut og næsti bær við Lónsheiði. Þar var því milcið um gestakomur. Oft þurfti að fylgja mönnum yfir heið- ina, fyrir lítið og þó oftar fyrir ekkert gjald. Þröngt var í litlu baðstofunni í Svínhólum, þegar þar voru fleiri eða færri nætur- gestir, en engum var það til ama. Ég átti mér leiki eins og önnur börn, en ekki mátti ég alltaf vcra að leika mér. Á sumrin sat ég yfir kvíaám, á vetrum rak ég fé í haga og malaði korn og bankabygg, sem notað var í lummur og grauta, en latur var ég stundum við smölunina. Skóglendi var ekkert í Svínhólum, en hefur víst verið þar til forna, ég man eftir tvcimur hríslum í landareigninni, sem bentu til þess. Þar voru þó skógaðir 10 hestburðir á hverju ári að láni eða kaupi í landi annarrar jarðar. Það var langt að fara, 10 km leið. Erfitt og leiðinlegt verk fannst mér að skóga. Þetta var gert á haustin, þegar búið var að heyja. Það var farin ein ferð á dag. Úr einni skógarferð kom ég um kvöld ásamt unglingi. Var farið að skyggja, þegar við komum heim. Það var gott veður og ég leysti ekki baggana. Um nóttina gerði norðaustanrok með rign- ingu. Það var versta áttin í Svínhólum. Um morguninn, þegar ég horfði út, var ég alveg hissa, þá sá ég fjóra skógarbagga fara í Goðasteinn 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.