Goðasteinn - 01.06.1975, Síða 10
smalinn átti þá mörg sporin kringum ærnar. Þá höfðu konurnar
ærinn starfa við að athuga mjólkurílátin. Þau voru öll úr tré,
prýðilega smíðuð og pottheld. Allt, sem gömlu mennirnir gjörðu,
var vandað. Vandi mikill var að halda þessum tréílátum hreinum
svo mjólkin súrnaði ekki. Gömlu konurnar kunnu vel að búa til
skyr og osta. Miklu smjöri og skyri var safnað til vetrar. Ég man
eftir stóru keraldi heima, fullu af skyri á haustin. Á því voru tré-
gjarðir. Þegar hætt var að færa frá, var líka hætt að safna skyri,
og gamla keraldið var tekið undir kartöflur. Mikil framför þótti
það, þegar skilvindur komu og konur losnuðu við að setja mjólk-
ina upp í trog og bala.
Ég sat yfir kvíám í 5 sumur. Ég sé í anda liðna tíð, blessaða
litlu smalana, sem löbbuðu eftir ánum með léttan matarpoka á
bakinu. Það var ekki fjölbreytt fæði smalans, brauð með osti og
mjólk á flösku. Um aldamótin var ekki til kjöt á sumrin á hverj-
um bæ. Ég hlakkaði tii, þegar komið var úr kaupstað, frá því
að fara með ullina og fá góðar kringlur, rúsínur og steinsykur,
það þarf ekki mikið til að gleðja börn.
Snemma voru börnin vanin við að vinna, jafnt stúlkur og dreng-
ir. Stúlkur sátu yfir kvíánum engu síður en drengir, fóru í fjall-
göngur og fóru með mat og kaffi á engjar. Þetta varð svo hörku-
duglegt fólk og vel vinnandi.
Ég var tvo mánuði í barnaskóla. Reynsluskóiinn er besti skól-
inn. Af mörgu má læra, og ég hef alltaf verið að læra. Ég minnist
þess, að við vorum að koma heim af engjum í votviðri. Þá segir
öldruð kona: „Nú fer að koma þurrkur, það hvín í fossinum."
Þá var mikið hey undir. Daginn eftir var kominn þurrkur og héist
í hálfan mánuð. Mér þótti þetta skrítið, að fossinn skyldi spá með
s.inni raddbreytingu.
Ég fór alltaf til berja 20. sunnudag í sumri, en oftast sátu
störfin í fyrirrúmi. Mér lciddist að vera við heyskap á haustin, en
ánægður var maður, þegar vel heyjaðist og heimilið var vel undir
veturinn búið.
Það hefur oft verið dauflegt á bæjum að una við lítið ljós og
oft mikið myrkur og þá mátti eldurinn helst aldrei deyja, því
lengst af voru engar eldspýtur og önnur eldfæri vart fyrir hendi.
8
Goðasteinn