Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 11

Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 11
Ég heyrði sögu um hjón, sem bjuggu inn til fjalla í grösugum dal. Þar voru landgæði, gott undir bú, sem sagt var, og silungs- veiði mikil. Þau hjónin bjuggu frjálsu lífi og undu hag sínum vel. Eina dóttur áttu þau, 16 ára gamla, er hér var komið sögu. Á haustin gistu gangnamenn hjá þeim, og var þá kátt í koti. Nú kom það fyrir um veturinn, að eldurinn dó. Bóndinn lagði af stað til byggða að sækja eld, en það var löng leið og hörkutíð með byljum og frosti að sama skapi. Af för bóndans seg.ir það eitt, að hann kom aldrei heim aftur. Á öðrum bæ dó eldurinn, en þar var skammt til næsta bæjar. Gamall maður var sendur að sækja eld og fór með trékopp undir hann. Eldurinn var settur í koppinn og að öllu vel um búið og svo gengið frá koppnum á baki karls. Á heimleið fór að blása vel af norðri og þar kemur að karli fer að hitna á baki. Leysti hann koppinn af sér í snarheitum og varð þess vís, að hann stóð í björtu báli. Kom karl heim kopplaus og eldlaus. Var svo annar sendur að sækja eld, og gekk þá allt að óskum. Eldurinn var með vissum hætti líf bæjarins. Mér þótti því dauflegt að fara fram hjá bæjum ef ég sá ekki rjúka þar, en nú er svo komið, að hvergi sést liðast reykur upp frá eldhúsi. Örnefni landsins lifa enn í minni mínu og segja mér sögu um forna hætti. í Svínhólum hafa líklega verið svín, í Vík í Lóni hafa verið geitur. Þar er Geithamarsbotn. Austan við Lónsheiði er Þingbrekka og önnur er sunnan við Lónsheiði. Ekki veit ég, hvaða þing hafa verið háð þar, kannske fjórðungsþing, en þetta eru faliegir staðir. Þingbrekkan minnir mig á annað þing en mannaþing. Hún leiðir huga minn að hrafnaþingi, en það er meira en orðin tóm. Einu sinni um veturnætur sá ég hrafnaþing í skriðunni fyrir ofan Svín- hóla. Hrafnarnir voru þar að rífast og fljúgast á, og samkoman cndaði með því, að einn lá dauður eftir. Sagt var, að hrafnarnir skiptu sér niður á bæina, tveir á bæ, og það held ég að sé satt. Oft var skautasvell á Lóninu og var vel notað. Ungir menn glímdu oft sér til skemmtunar og sumir iðkuðu Mullersæfingar, er þær komu til sögunnar, til aukinnar líkamshreysti. Gömlu bændurnir í Svínhólum keyptu jörðina um aldamótin Goðasteinn 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.