Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 19
lækjum var silungur, mestmegnis sú tegund, er lækjarsilungur
heitir. Verður hann ekki stærri en lagnetatækur. Hann klakti út í
ánum og lækjunum og var þar staðfastur.
í Deildará og Hvammsá gekk fyrrum stór sjóbirtingur og bleikja
til hrygningar. Var þar um allmikið klak að ræða að sögn mér
eldri manna. Tel ég eftir þeim sögnum og heimildum, sem ég hef
frá gömlum Mýrdælingum, að það klak hafi að miklu leyti haldið
við silungsstofninum, sem um Ósinn gekk hér fyrr meir. Silungs-
veiði var frá fornu fari mikil í Dyrhólaósi, bæði í lagnet og við
ádrátt. Faðir minn, Magnús Finnbogason, sagði mér, að þá er
hann var unglingur í Presthúsum, hafi þaðan verið stunduð lag-
netaveiði í Ósnum. Notað var 10 faðma langt lagnet, og fékkst
í það svo mikill silungur um sláttinn, að nægði til matar dag hvern
á stóru heimili. Sagði faðir minn, að þessi silungur hefði verið
stór urriði og bleikja. Var þá venja í Reynishverfi, að hvert
heimili þar stundaði þessa veiði með ekki meiri netakosti en þeir
í Presthúsum. Síðan eru liðin 80-90 ár, og hefur mikil breyting
orðið á veiðinni á þeim tíma.
Hin síðari ár heyrir það til undantekninga, að silungur fáist í
lagnet, þótt enn sé sú veiði reynd af gömlum vana. Síðustu
sumur hefur það hinsvegar hent sig, að laxar hafa veiðst í sil-
unganet.
Á meðan siiungur gekk úr sjó í Ósinn og lokaðist inni á haust-
in, þá gekk hann í árnar til hrygningar. Með sífækkandi fiskum,
sem komast upp í árnar, þvarr veiðin æ meir eftir því sem árin
lðiu. Þetta tel ég meginorsök þess, hversu veiði hefur þorrið í
Ósnum.
Ég heyrði talað um tvo menn, sem hefðu stundað ádráttarveiði
í Dyrhólaósi, þá Magnús á Skagnesi og Stefán lækni á Dyrhólum.
Þeir áttu að hafa mokveitt í vesturósnum í dráttarnet, og hefir
það eflaust gengið of nærri stofninum. Ég stundaði á tímabili
ádráttarveiði í Ósnum og veiddi stundum allsæmilega, en þetta
fór alltaf minnkandi, og ég er viss um það að nú síðastliðin 20-
30 ár hefir enginn fiskur gengið upp Deildará eða Hvammsá
til hrygningar.
Silungur sá, sem enn veiðist í Dyrhólaósi, er að mínum dómi
Goðasteinn
17