Goðasteinn - 01.06.1975, Page 29

Goðasteinn - 01.06.1975, Page 29
að ckki var þaðan mikils lærdóms að vænta. Samt byggði hann mcð stöðugri árvekni og iðkun bóklegra mennta á þann grundvöll, sem lagður var, að hann mun hafa mátt tclja með betri kenni- mönnum á íslandi á þeim tímum, því hann stundaði embætti sitt með ýtrustu alúð og árvekni. Hann var í einu orði ástríkasti eiginmaður og faðir og hús- bóndi í þau 47 ár hjónabandsins. Hann gat, sem menn segja, cngan auman séð. Þannig er mér minnistætt, að hann opt sagði við móður mína sál., þegar cinhver fátæklingurinn kom að beiðast ölrnusu: „Fé ber þú ci fyrir dóm, en hvað gladdir þú fátækan?“ Þannig hefi ég með sem fæstum orðum lýst mannkostum og ciginleikum hins dána fyrir lesendum þessa æfisögubrots. Prestsembætti þjónaði hann í hartnær 46 ár, hvar á meðal 31 hér á eyju, en samtals 7 söfnuðum með verðskulduðum heiðri og lofi allra góðra manna, er til hans þekktu. Á hinum síðustu 8 árum fór heilsu hans sífellt hnignandi meir og meir, cinkum af mæði og brjóstþyngslum samfara sjóndeyfu, eins og áður er getið, svo hann naumast gat lesið á bók við ljós með gleraugum. Þó embætt- aði hann jafnaðarlega, þá gott var veður, cptir að hann fékk áminnst ábyrgðarkapelán, þó hann cngan veginn þyrfti þess. Sagði hann þá ávallt, að sér væri sönn gleði að geta komist til kirkju sinnar og þjónað Guði sínum meðan kraptarnir entust, hvert hcit og hann trúlega efndi. Hann dó 20. ágúst, jarðaður 27. s.m. 1858, liðlega 71 árs gamall. Börn séra Jóns Austmanns og Þórdísar Magnúsdóttur: 1. Helga, fædd 2. sept. 1812, giptist verslunarmanni N. S. Ring- sted, en deyði úr vatnssýki 17. maí, 1839, 2-3. Tvíburar, Magnús og Jón, fæddir 10. apríl, 1814, sem þá var páskadagur. Sá fyrr- ncfndi útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1839, giptist Kristínu Ein- arsdóttur meðhjálpara, Sigurðssonar, Magnússonar 1844. Bjuggu í Nýjabæ á Vestmannaeyjum. Hinn síðarnefndi tvíburi, Jón, sigldi til Kaupmannahafnar og lærði þar beykisiðn, giptist 1844 Rósu Hjartardóttur úr Keflavík. Þau búa í Þorlaugargerði á Vestmanna- cyjum. 4. Guðný, fædd 17. jan. 1816, giptist fyrst járnsmið Sig- urði Einarssyni, sem deyði 20. maí, 1846. Síðar giptist hún séra Ólafi Magnússyni á Einholti í Hornafirði. 5. Lárus, fæddur 9. Godasteinn 27

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.