Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 31

Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 31
Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi: Dularfull björgun Þegar foreldrar föðurmóður minnar, Sigríðar, Kristín og Jón, áttu enn ung börn, bjuggu þau um skeið að Krossalandi í Lóni, sem stóð rétt á bakka Jökulsár. Sá bær er nú í eyði. Áin var notuð sem vatnsból sumar og vetur, og þegar hana lagði, var höggvin vök í ísinn og henni haldið við. Hjónin voru bláfátæk, en það var svo algengt þá, að varla þótti orða vert. Tvö börn þeirra, Sigríður og Eyjólfur, koma við þessa sögu, sem ég rifja hér upp. Talið er, að Sigga litla væri komin á sjötta árið, Eyjólfur var töluvert eldri. líklega ekki yngri en á tíunda til tólfta ári. Sagan gerist um vetur, og Jökulsá rann undir ísi fram hjá bænum. Kristín var þá e.in heima með þessi börn og var að gefa þcim brauðbita frammi í búri, minna barninu fyrst, eins og venja var, en þegar hún rétti Eyjólfi bitann, sagði hún: „Þegar þú ert búinn með þetta, ætla ég að biðja þig að sækja fyrir mig vatnssopa í fötuna, ég setti hana þarna frammi í eldhúsinu.“ Drengurinn játti því og hélt svo áfram með bitann sinn. Síðan vék hann til þess, sem hann hafði verið beðinn að gera en kallaði þegar um hæl: „Mamma! hvar léstu fötuna?“ „Nú, ég setti hana þarna,“ svar- aði hún en leit þó fram fyrir um leið, en ekki var um að villast, fatan var horfin. I vetfangi sá Kristín, að barnið var horfið líka og hrópaði í skelfingu: „Hvar er barnið?“ Þau mæðginin hlupu út, hvort sem betur gat. Af varpanum sáu þau niður að vatnsvökinni og þar stóð litla hnátan hnípin og þcgul og fatan hjá henni. Þau voru fljót til hennar en brá í brún, barnið var rennandi vott frá hvirfli til ilja. Vatnið rann úr hári hennar og fötum en fatan stóð hjá full af vatni. Það lá Goðasteinn 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.