Goðasteinn - 01.06.1975, Blaðsíða 32
að nokkru í augum uppi, hvað gerst hafði, telpan hafði ætlað að
verða dugleg og hjálpa mömmu, sökkt fötunni í vatnið en straum-
þungi árinnar kippt henni sjálfri um leið á höfuðið í vökina. En
hvers vegna þá ekki út undir ísinn eins og beint lá fyrir?
„Hvernig komstu upp úr ánni, elskan mín?“ spurði móðirin.
„Það kom hvítur maður og hjálpaði mér uppúr,“ svaraði barnið,
sem ekki er líklegt, að verið hafi í neinu skapi til ósannsögli þá
stundina, enda aldrei við það kennd um ævina, heldur þraut-
vönduð til orða og gjörða. Ummerkin sýndu, að í ána haföi hún
farið, en að björgun hennar var cnginn sjónarvottur. Hægt er að
telja mögulegt, að hún hefði gripið í skörina og kippt sér upp,
þó hún hefði stungist með höfuð og háls í vatnið, en þá var
alveg útilokað að bjarga fötunni, síst af öllu fullri.
Sigga litla lifði fram yfir nírætt, svo segja má, að henni hafi
verið til einhvers bjargað úr Jökulsá í Lóni í þetta skipti, ekki
síst, þegar litið er til tölu afkomenda hennar. Þetta virðist engan
veginn einsdæmi, að gripið sé hulinni hönd fram í rás viðburð-
anna, án þess að mannlcgt skyn hrökkvi til að skýra það að fullu
- og mun svo lengi enn verða.
Sigríður amma hélt fullum sönsum og traustu minni til hárrar
elli og taldi sig muna atburðinnn allan, inni og úti, sem ekkert er
ólíklegt, þá á sjötta ári. Ég hefi söguna aðallega frá móður minni,
Rannveigu Sigfúsdóttur, sem einnig hélt traustu minni til hárrar
elli. Hún Iét seint á ævi sinni birta söguna á prenti, cn ckki full-
yrði ég hvar né undir hvaða fyrirsögn.
30
Goðasteinn