Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 35

Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 35
holti. Við Hælsmenn vorum með gott topptjald og buðum hinum að gista hjá okkur um nóttina, sem þeir þáðu. Við tókum okkur náttstað vestan í Hálsinum, skammt frá fyrra tjaldstað okkar. Við vorum lagstir fyrir um kvöldið, er til okkar barst hljóð, er minnti á jarm í lambi, ámátlegt þó og eins og vein í jarminu. Virtist það skammt frá tjaldinu. Jón Þorkelsson var góður fjár- maður og smali og tók nú til orða: ,,Ég held við verðum að gá betur að þessu á morgun.“ Smölun hafði farið fram, og átti þarna að vera sauðlaust. Jarmið heyrðist áfram og færðist heldur í átt að tjaldinu. Hugði þó enginn að því frekar, og tóku menn á sig náðir. Félagar mínir voru víst um það bil að sofna. Ég lá út við tjalddyrnar og vildi svo til, að rétt hjá mér lá langskeft viðaröxi, sem hafði verið notuð við að reisa tjaldið. Nú var hljóðið komið rétt heim undir tjaldið og í sama bili fann ég, að firnamikill þungi lagðist ofan á mig og fylgdi nístandi kuldi, svo mér fannst ég líkt og gegnfrosinn allt upp að mitti. Ég hafði rétt orku til að rísa upp og þreyfa fyrir mér. Fann ég þá öxina, sveiflaði henni, hjó út í lofið og bölvaði mikið. Man ég, að fyrst féliu mér svo orð: ,,Þú skalt ekki drepa mig, helvítið þitt.“ Félagar mínir risu upp með andfæium og hugðu mig orðinn vit- lausan. Brugðu þeir upp ljósi, en ég sagði frá aðsókninni. Rædd- um við þetta góða stund, en síðan var ljós slökkt að nýju, og allir hölluðu sér til svefns. Af mér er það að segja, að ekki varð ég fyrir frekari ónáðum um nóttina, en ekki festi ég blund nætur- langt sökum máttleysis og vanlíðunar. Hafði ég engan veginn jafnað mig að morgni og tók nærri mér við að láta upp viðar- baggana að mínum hluta. Þriðji þáttur frásagnar minnar gerist við smölun í Búrfelli. Var ég þá vestan í Búrfelli, í efstu göngu. Niður á sandi, framan við Búrfeil voru tveir menn að taka á móti fénu, er það kom að innan. Veitti ég því athygli, að allt í einu voru þeir flengríðandi innan um rennslið niðri á sandi og réðu ekki við neitt. Fór féð sitt í hverja áttina, cf svo mætti segja. Þeir höfðu þá sögu að segja, að óvörum var kvikindi eitthvert komið á hreyfingu innan um féð, sem tættist frá því sitt á hvað. Var það hlemmlaga og Goðasteinn 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.