Goðasteinn - 01.06.1975, Síða 37
Ævisaga
Guðmundar Árnasonar,
byrjuð laugardaginn 15. mars, 1902,
Seljalandsseli undir Eyjafjöllum
í Rangárvallasýslu
Ég er í heiminn kominn 7. júlí, 1833. Foreldrar mínir eru
Árni Jónsson, Hjörtssonar, er bjó í Akurey í Vestur-Landeyjum,
og konu hans, Önnu Þorleifsdóttur, en móðir mín hét Jórunn
Sæmundsdóttir, Ögmundssonar, Högnasonar prófasts, síðast á
Breiðabólsstað í Fljótshlíð og dó þar. Hann átti 8 syni og 9 dætur.
Sonum sínum kenndi séra Högni sjálfur, so það þeir urðu allir
prestar.
Ég hef hlotið að hafa verið tveggja ára, þegar faðir minn dó
á þann hátt, sem mér hefur verið frá sagt og nú skal greina:
Loptur sálugi Guðnason, sem lengi bjó á Klasbarða eptir lát föður
míns, var með föður mínum á solitlum bát, sem faðir minn lét
smíða og hafður var við silungsveiði á Skúmsstaðavatni. Þegar
Loptur og faðir minn komu að vatninu, sýnir faðir minn Lopti
duflin úr landi og hefur eptir því sjálfur lagt netin. En Loptur
í það sinn kvaðst ekki geta komið auga á duflin. Segir þá faðir
minn, að sér sé best að róa til duflanna. Þctta gekk að óskum, að
komast að netunum. Segir þá Loptur, sem afturí var, hann megi
nú til að taka við árunum, sökum þess að bátur þessi, sem alltaf
var of lítill, þoli sig ekki afturí, því Loptur var mcsti stærðar
maður, og þar á ofan þurfti sá, sem afturí var, að taka netin.
Þetta, sem fór þessara manna á milli, gekk ekki fyrir sig, og því
miður, sem áður er sagt, varð Loptur að taka netin, og þá, er því
var lokið, varð það of mikið á bátinn og sökk þegar.
Einu sinni í þessum svifum skaut Lopt.i upp og horfði hann til
Goðasteinn
35