Goðasteinn - 01.06.1975, Page 38

Goðasteinn - 01.06.1975, Page 38
lands og vóð sem mest hann mátti og náði landi eður komst á grynningar. Hefur Loptur í það sinn gjört, sem honum var fram- ast mögulegt, sem var að komast lífs af. Varð því faðir minn að verða eptir, þar hann gat ekki hjálpað sér sjálfur úr lífshættunni. Um þessar mundir var Loptur vinnumaður hjá foreldrum mín- um og giptist fram af þessu móður minni, og hefur sú sambúð ekki orðið meir en 2 ár. Á þeim tíma er sagt hún hafi átt 2 börn með Lopti og dóu þau bæði. Var hið síðara barnið lagt mcð henni í kistuna, því móðir mín var þá dáin af barnsförum. Þegar ég var fjögra ára gamall, var ég fluttur að Eystri-Tungu í Vestur-Landeyjahreppi til Guðmundar Þorvaldssonar fóstra míns og frænda og Herborgar Jónsdóttur frá Selsundi á Rangárvöllum. Ég á þessum hjónum allt mitt uppeldi að þakka, sem var bæði gott og mikið og dvaldi hjá þcim í 19 ár. Aldrei á ævi minni hef ég fyrirhitt raunbetri mann en þennan fóstra minn. Kemur hann því og kona hans meira siðar við þessa sögu. Það fyrsta, er ég man til, er það, að ég átti að standa undir tveimur böggum, og fundust mér báðir baggarnir mjög þungir, í stað þess voru þeir bæði léttir og þurrir. Nafni minn var upp- látningarmaðurinn, og var hann bæði snar og sterkur við það starf á þeim árum, sem við önnur fleiri verk. Líka var það, að stúikur voru að mjólka ær í kvíum. Átti þá niðurssetningskarl, er Halldór hét, að passa mig á meðan mjaltað var. Samt gat ég einhverju sinni komist í burtu frá karlinum en var þá ekki svo mikill maður að komast það án slysfara, því nokkuð var langt á milli stíflanna og vatn allsstaðar á milli, so Herborg fóstra mín fram af þessu fór að bera mig á kvíarnar, þar hún sá ég hélst ekki heima. 1845 gengu mislingarnir og varð mannskæð sótt. Lögðust þá allir í Tungu nema ég. Þá fór ég að smala ánum með öðrum dreng frá Vestri-Tungu. Þcgar mig vantaði af ánum en hinn drenginn ekki, fór ég að leita og gekk illa að finna fyrsta kastið, en þegar ég fór betur að venjast við, gekk betur og þótti að síðustu all- góður smali. Um þessar mundir fór ég að bera n.iður. En það var ekki á túnum né valllendi, það var fremur á mýri, það er nóg til af þeim í Tungu. Varð heyskapur þar optast kringum 600 af heldu.r þó smáu bandi. Fórum við nafnarnir optast báðir á milli 36 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.