Goðasteinn - 01.06.1975, Side 48
þó helst þessir tveir: Sigurður Magnússon á Skúmsstöðum og
Erlindur frændi á Skeggjastöðum. Sigurði var hér fyrir nokkrum
árum lýst á þann hátt í Sunnanfara að hann væri rausnarmaður
um allt. Þetta um allt er undantekningarlaust og get ég best
hugsað að óhætt sé að halda því fram. Sigurður er nú kominn á
annað árið yfir 90 ár og rausn hans er jöfn þessum árafjölda. Þá
er að minnast með fám orðum á Erlind Hallgrímsson á Skcggja-
stöðum. Ókunnugt er mér hver orkumaður Erlindur var eða hvað
vel að sér til bókar, en hugsa þó að hvort tveggja hafi verið vart
í meðallagi. En hirtni og nýtni Erlindar var mikið meir en í
meðallagi. Því var, er kom að vitnisburði þeim, er Sæmundur
afi minn gaf Erlindi, er hann þótti so vesæll fyrir veröldinni að
hann átti ekki að fá hjónabandið, en hann var á þá leið að
Erlindur hefði verið trúr. So fór, að Erlindur giptist og hefur
eflaust byrjað búskapinn í mestu fátækt. En hvað varð so úr
Erlindi? Hann varð með þeim ríkari í sýslunni og að sama skapi
gestrisinn.
Nú kom töluvert aðkast í lífinu, er ég ekki gat umflúið, sem
var það að ég átti tvær jarðir, hálfar, eða sem svarar einni og
í þriðja parti af sömu jörð. Þetta var nú, sem ég átti og seldi fyrir
pcninga, því ég ætlaði að byggja hús í Reykjavík með Sigurði
járnsmið. Þetta var tafarlaust formað. Fyrir Eystrahólinn, er ég
seldi Ingvari, sem þar bjó, fékk ég 400 dali, en síðar eða á lest-
um seldi ég Sigurði Magnússyni á Skúmsstöðum, Vestur-Land-
eyjum, hálft Fíflholtið vestra fyrir 400 dali og líka þennan þriðja
part, sem ég átti í Guðbrandshólnum, á 100 dali. Nú er öll mín
cign komin, má so heita, í silfurpeninga. Hefði nú peningar þessir
komist í góðs manns höndur hefði vel farið, en það var nú ekki
því að heilsa. Ég var nú búinn að fá í hönd 900 dali, en 100
dali tók ég í öðru hjá Sigurði á Skúmsstöðum, so sem hest og
reiðtygi.
Strax eptir vertíðina með Ólafi stóra fór ég um vorið til Val-
garðs og Bjargar, foreldra Péturs, er síðar verður frá sagt. Var
um vor þetta í eyrarvinnu og ekkert þá það sumar í sveit.
Það var áður en ég fór í kaupavinnuna að Fossá í Kjós, að
ég kom að máli við Sigurð smið Jónsson, sem þá var að smíða
46
Goðasteinn