Goðasteinn - 01.06.1975, Side 59

Goðasteinn - 01.06.1975, Side 59
besta fyrirtæki og verður taiið með grímseyinga bestu verkum. Það er frá séra Pétri að segja, að hann reynchst mér sem fleir- um meinlausasti og skemmtilegasti húsbóndi, sem hægt er að hugsa sér. Til merkis um sögn mína, las séra Pétur flestallar Islendinga sögur fyrir fólkið. Ég færi so grímseyingum að endingu allra bestu þakkir fyrir viðmót og viðgjörðir mér veittar. Þess er vert að geta, að þegar ég fór úr eyjunni um hálfan mánuð eptir lok, þá var Jónas gamli á Látrum staddur þar á sínu gamla og góða há- kallaskipi. Hann lofaði mér með sér í land og að Látrum, og er það með mínum skemmtilegustu sjáfarferðum, þó í útnyrðings- stormi og stórsjó væri, því allur útbúningur þar var hinn merkilegasti. Þá er með fáum orðum að minnast á tíðina og sumarið 1882. Brast þá í vætutíð seinni part túnasláttar og batnaði ekki fyrr cn í tuttugustu viku af sumri. Hraktist þá hey til muna hjá mörgum. Þetta sumar var ég í Þingeyjarsýslunni en fór þá ríðandi suður fjöll með Halldóri söðlamakara úr Þingvallasveit. Hef ég aldrei fyrr eða síðar farið þá leið ríðandi. Ég lenti framan af vetrinum á Kolviðarhóli hjá Ólafi bókbindara, cr hélt Hólinn. Þangað komu mjög margir ferðamenn meðal hverra var Eiríkur Ólafsson á Brúnum. Var hann að boða þar sem annarsstaðar trú sína og lagði allmikla áherslu á trúaratriði og ekki var gott með rökum að hafa á móti. Var hann þar með bók prentaða, eptir sig sjálfan samantekna og lét húsbóndann hafa eina og nefndist það „rauða bókin.“ Það fór so, að ég varð eigandi einnar þessara bóka og fór þá að trúa að þetta gæti verið satt, sem Eiríkur sagði, er hann fór að fara í Ritninguna. Loksins fór so, að ég fór að trúa því, cr Eiríkur benti á, helst með skírn Krists og niðurdýfingarskírn fyrir fólkið. Var nú þetta um veturinn, að ég breytti trú minni og hét þá að láta Pétur Valgarðsson að vorinu skíra mig til annarrar trúar. Pétur var þá nýkominn frá Ameríku og var trúboði sem Eiríkur. Þess.i niðurdýfingarskírn var framkvæmd á mér 20. maí 1883. Aldrei á æfi minni hef ég betra hlotið, sem liggur í því að þola stríð. Það getur so á mér staðið að ég get ekki orðið vondur so teljandi. sé. Hafa sumir kunningjar mínir spurt mig að, því ég Goðasteinn 57

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.