Goðasteinn - 01.06.1975, Side 60

Goðasteinn - 01.06.1975, Side 60
vær.i orðinn svona umbreyttur. Hef ég sagt þeim að það gerði trúin og vatnið. Ekki hafa þeir sem best þessu trúað. En þessum fáu línum til sönnunar, var ég eitt sinn staddur vestur á ísafirði hjá Árna frænda og þeim systkinum, ég réri þá frá Hnífsdal. Kom þá einn í búðina, sem ég var í, og eitthvað að umvanda mig viðvíkj- andi trúnni. Var þetta hans tal útskit og skammir og þótti mér ekki svaravert. Sagði þá gamall maður, sem sat við hliðina á mér: „Ætlarðu ekki að ansa manninum, Guðmundur?” Ég kvað nei við, það gat ekkert orðið úr okkar samtali, og fórum við so að tala síðar um landsins gagn og nauðsynjar sem bræður. Átti ég hér ákjósanlegu svari að hrósa, sem margir horfðu á. Skal ég nú setja og segja draum, sem mig dreymdi, áður en Pétur skírði ntig. Mér þótti Pétur koma til mín og gefa mér tösku með mjög digru haldi og líktist hliðartösku, er ferðamenn bera, nema hvað haldið var miklu gildara en á öðrum töskum en atriðið var helsta og mesta, að taska þessi var öll logagyllt. Sálmabók var líka, gyllt á kjöl. Sagði Pétur ég mætti eiga bókina ef ég vildi. Lét ég bók þessa í gulltöskuna. Er so draumurinn búinn. -o- Höfundur þessa æviágrips, Guðmundur Árnason, dó á Barkar- stöðum í Fljótshlíð 20. apríl 1913. Kunnastur er hann undir nafn- inu Guðmundur dúllari. Æviágripið, sem dettur hér niður í miðj- um klíðum, er prentað eftir eiginhandarriti höfundar, sem fengið hefur verið að láni hjá Sigurði Tómassyni á Barkarstöðum í Fljóts- hlíð. Það er skráð þar að nokkru í tveimur gerðum og hefur hvor til síns ágætis nokkuð. Frásögn beggja er að sönnu nokkuð víða laus í reipum, endurtekningar allmargar og á köflum nokkuð um, að hlaupið sé úr einu í annað. Æviágripið, eins og það birtist hér, er tekið upp úr báðum gerðum, en talsvert skortir þó á, að allt efni þeirra komist hér til skila. Síðari útgáfa æviágripsins kynni því að horfa til bóta, en þó naumast nema með því að prenta gerðirnar báðar, hvora í sínu lagi. Þriðja gerðin kynni og að vera til í handriti Guðmundar, en vandséð er nú, hvar hún cr í svipinn niður komin. Goðasteinn telur sér það sæmdarauka að koma fyrir augu alþjóðar þessari greinargerð hins landþckkta ferðamanns, Guðmundar dúllara, um ævi hans, sem með réttu 58 Goðastehm

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.