Goðasteinn - 01.06.1975, Page 63
Aldrei fengu inn að koma
og ei að skrifa,
í það sinnið ekkert fcngu
og síðar í burtu gengu.
Tré og járnið traust smíðaði,
töiuðu margir.
Iðni og ráðdcild alveg staka,
átti hann sér fáa maka.
Án kveikinga ætíð smíðaði
alla lampa.
Engir fyrr það áður gerðu,
utan Guðmund, rétt það sérðu.
Senn áttræður, samt í næði
sést í smiðju,
kann þá bctur eitthvað iðja,
ætíð viður búið styðja.
Af leikmönnum hans líki ei var
um langan aldur.
Hlíðin slíkan hafði ei borið,
haustið vann hann jafnt sem vorið.
Minnkun nokkur má ei þykja
manni ncinum,
er ei þáði svoddan sóma,
sem um þennan mátti róma.
Ég svo hætti allt í einu
öðrum sanna.
Vísur þcssar gamli gerði
Guðmundur, sem jók oftar ferðir.
Prentað eftir handriti Sigurðar Tómassonar á Barkarstöðum.
Goðasteinn
61