Goðasteinn - 01.06.1975, Page 64
Elín
frá
Eystri-Skógum
Mér cr hún minnisstæð, „bcin og rétt sem björk í skóg“ með
90 ár á herðurn. Til hennar mátti heimfæra orð Klettafjalla-
skáldsins: „Bognar ekki, brotnar í bylnum stóra seinast“.
Elín Giiðrún Þorsteinsdóttir var fædd á Voðmúlastöðum í
Landeyjum 16. júlí 1881, dóttir Þorsteins Sveinbjarnarsonar
prests í Holti, Guðmundssonar, og konu hans, Guðlaugar Jóns-
dóttur frá Indriðakoti undir Eyjafjöllum. Þau fluttu að Gerða-
koti und.ir Eyjafjöllum 1886. Þau féllu í valinn fyrir mína tíð
cn góður orðstír þeirra lifir enn. Gamla fólkið, sem ég ólst upp
með, lofaði Þorstein jafnt fyrir dagfar og handtök hans mörg
og góð í annarra þágu. Guðlaug var rómuð fyrir mannkosti.
Elínu systur hcnnar í Ormskoti man ég óljóst, en þeim mun
betur man ég, að oft var til hcnnar vitnað sem valkvendis og
góðs nágranna. Þuríður ljósmóðir í Hvammi, systxr þeirra, er
62
Goðasteinn