Goðasteinn - 01.06.1975, Page 66

Goðasteinn - 01.06.1975, Page 66
Nótt um 1920. Hvíld og svefn ráða í húsi, en draumar fara sínu fram. Elínu dreymdi, að til hennar kom ókunnur maður, fríður sýnum og ákvcðinn í bragði. Hann setti fyrir Elínu spuna- rokk og sagði: ,,Hér er ég þá kominn með rokkinn þinn og búinn að gera við hann.“ „Jæja, og hvað kostar þá viðgerðin?“ „Níutíu krónur.“ „Níutíu krónur,“ tók Elín upp, „ég held það hefði þá verið eins gott fyrir mig að fá nýjan.“ „Þú færð engan eins og þennan,“ svarði maðurinn. Nú tók Elín að huga að rokknum og sá, að hjólið var gersemi mikil að smíði í því, að pílárarnir voru allir gerðir í mannsmynd. Eltn taldi þá. Þeir voru 11 en þau voru spjöllin, að einn vantaði. Elínu brá illa við og varð að orði: „Nú, hér vantar þá einn pílárann, ég held þú verðir að gera þessu betri skil og smíða nýjan.“ Maðurinn svaraði: „Þctta getur enginn lagað, Elín mín.“ Þá sagði Elín: „Kannski það fari þá fleiri.“ „Já, það fara fleiri,“ svaraði mað- urinn, og svo varð draumurinn ekki lengri. Elín réði draum sinn svo að morgni, að krónurnar 90 boðliðu sér fjölda æviára. Hún hafði þá misst eitt barn sitt, og hún sá það í píláranum, sem vantaði í hjólið. Tvö börn sín missti hún síðar og nú var níundi ævitugurinn senn á enda kljáður. Elín fór ekki villt í vissu sinni, hún dó 9. október 1971 og hafði þá lifað tæpa þrjá mánuði umfram 90 ár. Að leiðarlokum Elínar var mér það hugbót að æviþætti hennar og nokkrum merkum draumum hafði ég borgið til einhverra muna frá grafarþögninni og má lesa þá samantekt í bók minni „Frá horfinni öld“, sem út kom 1964. Elín gaf bókasafn sitt Skógaskóla. Þar varðveitir það minningu hennar til komandi daga. Þórður Tómasson. 64 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.