Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 68
III
Ég man, að ég komst í að skera reiðing úr moldarlausri rótar-
mýri, torfu, dínur og framanundirlag. Dínurnar voru festar sam-
an með tveimur stögum. Undir torfunni var haft loðskinn, helst
hundsskinn, því þau voru mýkri en önnur skinn. Síðar var farið
að búa til reiðing stoppaðan með heyi, en ekki var þó stoppað
í hrygginn. Eitthvað átti pabbi af melreiðingi. Ég vissi, að hann
var úr Meðallandi og líklega fenginn fyrir kunningsskap frá
Feðgum. Mér þótti þeir fallega gerðir. Þeir voru notaðir til kaup-
staðarferða, höfðu þann kost að þyngjast minna en torfreiðingar
ef lcnti í bleytu eða regni. Ólareipi voru notuð til að binda með
bagga í þcim ferðum.
Ekki man ég, hvort sumir höfðu höggvið út á ldyfberaboga
upphækkun með boruðu gati, en hjá okkur var algengt að hafa
járnkeng á boganum mitt á milli klakka. Við hann voru bundnir
smábögglar og svo nestiskassi í lengri ferðum. Hlcypiklakka
munum við hafa nefnt hjöruklakka. Þeir komu líklega nálægt
1910. Við bræður smíðuðum þá fyrir heimili okkar. Ég hugsa,
að Björn Pálsson á Kvískerjum hafi verið fyrstur með þá í Öræfum.
I lestaferð var faðir minn vanur að hafa bogaband í klyfbera-
kengnum, hnýtti ekki í tagl, og sama gerðum við bræður, þegar
kom til afskipta okkar.
Algengt var að hafa þrjár gjarðir í klyfbera og hornhagldir
notaðar við þær. Létu þeir m.iðgjörð snúa öfugt við hinar. Pabbi
lét duga tvær gjarðir og notaði við hringjur. Þetta voru odda-
brugðnar hárgjarðir, stundum voru þær úr togi eða hampi. Tals-
vert af hampi fékkst úr ströndum. Algengt var að rekja upp
gilda kaðla, jafnvel að tægja upp trosnaða kaðla og vinna þetta
síðan upp.
Einhvern tíma sá ég virki úr gömlum trésöðli og fylgdu bríkur
og sveif, sem voru skreytt rauðum, máluðum rósum, Ekki veit ég
neitt að segja um uppruna þess grips.
IV
Ég tel, að ég hafi vanist að segja, að hústóft væri byggð úr
kekkjum, ef ekki var byggt úr grjóti, að utanverðu úr moldar-
66
Goðasteinn