Goðasteinn - 01.06.1975, Side 70

Goðasteinn - 01.06.1975, Side 70
hrætt við hann. Sú saga var til, að ef áll væfi sig urn fótlegg manns, gæti hann klippt fótinn af. Þetta var sögn drengja, sem voru leikbræður okkar barnanna á Fagurhólsmýri, og auðvitað trúðum við henni. Árið 1906 fluttist ekkjan Guðrún Halldórsdótt- ir utan af Síðu að Hofi í Öræfum með börn sín. Var þeim komið fyrir á öðrum bæjum nema einni dóttur, sem var með móður sinni. Reyndist þetta allt gott fólk. Guðrún sagði eitt sinn, er hún kom til okkar, að álinn væri borðaður í Meðallandi og þætti ágætur til matar. Þá fundum við út, að ekki gæti hann verið eitraður. Ég réðist þá í það, næst er ég veiddi ál, að biðja um pott og sauð álinn, sem sumum þótti þá góður matur. Hálfdán Arason frá Fagurhólsmýri, nú búsettur á Höfn í Horna- firði, hefur skrifað mér mörg og góð sendibréf. Þótti mér vel tii fallið að veita fleirum hlutdcild í nokkru af þeim fróðleik, sem þar er að finna. Þ. T. VERNDARVERS Geng ég út fyrir dyr, geng ég inn fyrir dyr, fylgja mér fjórir eða fimm Guðs englar. Syng ég sálma sjö, sinn í átt hvörja. Ljósið þitt langa lýsi mér í Paradís að ganga. Eftir handriti frá 1867. 68 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.