Goðasteinn - 01.06.1975, Side 81

Goðasteinn - 01.06.1975, Side 81
slíkan, gerðan af honum scm eftirmynd gömlu stafanna. Á Húsum í Holtum fékk ég stafina, scm gömlu konurnar þar höfðu gengið við til Kálfholtskirkju og gengið við hcima á bænum, er þörf krafði. Báðir eru þcir úr tré og með handfangi úr tré, skraut- lausir og fornfálegir orðnir og þó ekki í minni mctum hjá mér en skrautstafir sýslumanna og presta. Á annan er skorið fangamark eiganda, A.F. - Anna Finnbogadóttir. Sagnir herma að piltar hafi stundum gefið stúlkum sínum stafi í tryggðapant, en þá var líka vel til þcirra vandað. Krókstafir úr spansreir eru enn í notkun og þarfnast lítt um- sagnar. Geta má þeirra hjáverka þeirra að veita fjármanni fulltingi við að handsama unglamb til mörkunar að vori, og eins sá ég gamlan mann nota stafinn sinn við að ná af hestbaki ullarlögðum upp úr vellinum. Skrautstafir svipaðrar gerðar verða vinagjafir, er líður að lokum 19. aldar, og síðan allar götur til þessa dags. Byggðasafnið í Skógum á gott safn slíkra minjagripa, sem margir eru búnir silfri og sumir gulli. Eg minni þar á stafi Sighvats Árna- sonar alþingismanns í Eyvindarholti (1901), Þórðar Guðmunds- sonar alþingismanns í Hala, Ólafs Ólafssonar í Lindarbæ, Ólafs Jónssonar í Austvaðsholti, sr. Ófeigs Vigfússonar í Fcllsmúla (2), Lárusar Helgasonar alþingismanns á Kirkjubæjarklaustri, Árna Jónssonar í Pétursey, Páls Jónssonar í Hrífuncsi, Ólafs Eiríkssonar kennara og Tómasar Böðvarssonar á Reyðarvatni. Stafur Björgvins Vigfússonar sýslumanns er mcð handfangi úr beini og prýddur útskurði Ríkharðs Jónssonar myndskera. Bútar úr göngustaf sr. Eggerts Pálssonar á Breiðabólsstað cru prýddir útskurði cftir Jónas Magnússon eldra í Strandarhöfði. Sérstöðu í þessu stafa- safni hafa svo hjónastafirnir frá Vclli í Hvolhreppi, en það eru stafir Hermanns Johnson sýslumanns og konu hans Ingunnar Flall- dórsdóttur, gerðir úr spansreir og með silfurhnúð (hún). Hafa þcir fylgst að alla tíð, síðast lengi varðveittir af Ingunni Kjartansdóttur frá Þúfu, systurdóttur Ingunnar á Velli. Einn göngustafur byggða- safnsins er með handfangi, sem gert er scm hestlöpp og cndar í hófnum. Annað handfang, laust við stafinn sjálfan, er skorið í harðvið forkunnar vel sem ormur með gapandi gini. Skógasafn á því furðu gott heimildasafn um sunnlenska göngustafi í liðinni Goðasteinn 79

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.