Goðasteinn - 01.06.1975, Page 85

Goðasteinn - 01.06.1975, Page 85
greindur, hreinskilinn og einarður við hvern sem var. Þá var hann röskur, úrræðagóður og öruggur tií allra verka, enda vandist hann þegar frá unga aldri hvers kyns vinnu á sjó og landi og þótti liðtækur í besta lagi.. Meðal annars var hann formaður á hákarla- skipi föður síns, þegar hann var átján ára að aldri, og aflaði ágætlega. Baldvin ætlaði að verða bóndi, enda hafði hann til þess flesta kosti. Samt fór það svo að hann gerðist ekki góðbóndi í Fljótum og máttarstólpi sinnar sveitar. Þegar hann var tvítugur að aldri, kom faðir hans eitt sinn að máli við hann og spurði, hvort hann hefði áhuga á að læra latínu og ganga embættisveginn. Kvað hann áhuga hans á að lesa bækur benda til þess og kynnu þá gáfur hans að verða honum sjálfum og öðrum að meira gagni en ella. Hefur Einar bóndi vafalaust gert sér grein fyrir afburðahæfileik- um sonar síns, auk þess sem hann sýndi með tilboði sínu glögg- skyggni og framsýni. Baldvin brást vei við orðum föður síns og játaði því glaðlega að fara í skóla. En til þess þurfti talsvert meiri undirbúning en hann hafði aflað sér fram til þessa. Hann var þá sem jafnan snar í snúningum og aðeins nokkrum dögum síðar hafði honum heppnast að útvega sér bæði málfræði og orðabók í latínu. Hófst hann þegar handa við latínunámið og fékk brátt nokkra tilsögn hjá séra Jóni Jónssyni á Barði, sem þá hafði látið af prestskap og var kominn að Haganesvík í næsta nágrcnni við Hraun. Varð Baldvin brátt allvel að sér í hinni fornu tungu Róm- verja og gerði sér þá til gamans að rita presti þessum bréf á latínu og þótti það furðugott. Haustið 1821 kom faðir hans honum fyrir til náms hjá séra Jóni Konráðssyni á Mælifelli og dvaldist hann þar allan þann vetur. Vorið 1822 sótti hann því næst um skólavist á Bessastöð- um og hóf þar nám um haustið. Rækti hann það af miklum dugnaði og kostgæfni og tók brátt skjótum framförum. Þegar hann kom í skólann, var hann efstur í neðri bekk, en næsta haust var hann fimmti í röðinni ofan frá í efri bekk. Heima var hann á sumrin og gekk þar að öllum störfum sem fyrr og gegndi for- mennsku á skipi föður síns. Haustið 1824 veiktist Baldvin hastariega og var lengi þungt Goðasteinn 83

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.