Goðasteinn - 01.06.1975, Side 86

Goðasteinn - 01.06.1975, Side 86
haldinn. Komst hann af þeim sökum ekki í skóla fyrr en á út- mánuðum. Var hann þá í skólanum það sem eftir var kennslu og las síðan syðra fram að lcstatíma. Var hann þá, þrátt fyrir frátafir, orðinn mjög vel að sér og fékk ágætan vitn.isburð kennara sinna fyrir ástundun og framfarir í námi og þá ekki hvað síst fyrir gott siðferði. Tók hann þá þann kostinn að hann bað Árna Helga- son, stiftprófast í Görðum, að yfirheyra sig. Gerði Árni það og útskrifaði hann síðan með góðum vitnisburði. Þar með var Baldvin orðinn stúdent um sumarið 1825. Lét hann þá af bústörfum hjá föður sínum og gerðist skrifari hjá Grími amtmanni Jónssyni á Möðruvöllum. En dvölin á amtmannssetr inu fékk skjótan enda. Eldsvoði varð um nótt í íbúðarhúsinu á staðnum og svaf Baldvin þar uppi á lofti. Vaknaði hann þá fyrst, er eldurinn var orðinn svo magnaður að engin leið var að lcorn- ast niður af loftinu eftir stiganum. Tók hann þá það ráð að brjóta gler í glugga og stökkva út um hann fáklæddur. Slapp hann þannig nauðuglega úr þessari lífshættu og missti í eldinum ailar bækur sínar, föt og aðra hluti. Eftir brunann fluttist hann mcð amtmanni til Akureyrar og hélt áfram fyrri störfum um sinn. En þetta haust sigld.i hann áleiðis til Kaupmannahafnar til að hefja þar nám í lögfræði, sem hugur hans stóð mjög til. Varð hann heldur síðfara og komst ekki upp til prófs við háskólann fyrr en í janúarbyrjun 1827. Tók hann því næst til óspilltra mál- anna við lögfræðina. En mjög fljótlega eftir að Baldvin var sestur að í Kaupmanna- höfn, byrjaði hann samt á ýmsu, sem ekki kom lögfræðinámi hans við. Þannig telur jón Sigurðsson að hann hafi ritað bækling um birkiskóga, viðhald þeirra, sáningu og plöntun, sem danska stjórn- in lét prenta og útbýta ókevpis á íslandi árið 1827. Þegar á næsta ári hófst hann svo handa við að undirbúa stofn- un tímaritsins Ármann á Alþingi. Fékk hann séra Þorgeir Guð- mundsson til liðs við sig og sendu þeir árið 1828 boðsrit til Islands ásamt sýnishorni af því efni, sem þcir hugsuðu sér að birta í væntanlegu riti. Árið 1829 kom fyrsti árgangur og síðan næstu ár eftir, meðan Baldvin lifði, svo að árgangarnir urðu alls fjórir af Ármanni á Alþingi. Séra Þorgeir var varla ritstjóri nema að 84 Godasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.