Goðasteinn - 01.06.1977, Page 6

Goðasteinn - 01.06.1977, Page 6
Dalstorfuna svo og hinir efri Hólmabæirnir nema Miðeyjarhólmur, sem fylgdi Austur-Landeyjahreppi að sveitarskilum öilum og átti kirkjusókn að Voðmúlastöðum. En hinir bæirnir, sem fylgdu Vestur- Eyjafjallasveit, áttu kirkjusókn að Stóra-Dal. Innsti hlut.i Brúnalands er Brúnatangi í norðaustur af Dalsseli og er Fauski þar á milli, sem fyrr er getið. Innan við Brúnatanga er sandorpið land langt inneftir. Vestan við tangann liggja svo- nefndir Bugar, Innsti-Bugur og Mið-Bugur, undirlendisblettir, en á brúninni við Mið-Bug voru sauðahús frá Brúnum frá ómunatíð, notuð til ársins 1900; þar var gömul fjárborg. 1 Innsta-Bug og Mið- Bug var slegið, meðan sauðahúsin voru notuð, og spratt vel þar sem féð gekk. Sunnar var Fremsti-Bugur gengt Borgareyrabænum. Að vestanverðu við Brúnatangann eru háir sandbakkar meðfram Fauska, Rofin, og eru við fyrrgreinda Bugi, þ. e. Innsta-, Mið- og Fremsta-Bugsrof. Undan Rofunum grófust stundum í vatnavöxt- um trédrumbar allvænir, sem sýndu glöggt að þarna hefur verið skógi vaxið land að fornu, sem nafnið Fauski bendir einnig til. fnn að sauðahúsunum var nál. 45 mín. gangur, cn ærhúsin voru miklu nær bænum. Inn í Bugum var setið yfir ánum eftir fráfærurnar á vorin, nálægt hálfsmánaðar tíma, síðan var þeim smalað kvelds og morgna, þangað til byggður var nátthag.i. norðan við túnið. Þar voru þær um nætur og þurfti þá ekki að smala nema að kveldi, og þótti ómetanlegt hagræði og vinnusparnaður. Þegar sleppir Fremsta-Bugsrofum, tekur við Jaðarinn, valllendis- bakki meðfram Fauska og nær fram undir fjárhúsin. Á Jaðarinn voru kýr reknar á morgnana er þeim var hleypt út, ef þær lágu ekki úti, eða í lágarnar við fjárhúsin, grasgefnar lautir. Sunnan við fjárhúsin er brúnin óslitin fram hjá bænum og alla lcið fram á Hraunsnef, miðja vegu milli Brúna og Tjanra. Meðfram brúninni liggur mýrin og vestan við hana Fauskabakkinn; eru bæði mýrin og bakkinn slægjur frá Brúnum. En milli mýrarinnar og Fauska- bakkans eru rimar, þurrir en ógreiðfærir og var sjaldan slegið í þeim. Mýrin er með leirkeldum og sléttum bölum á milli. Víða eru dý í mýrinni og fórust þar stundum kindur, þrátt fyrir mikið eftirlit með fénu, er það sótti í mýrina á sumrum. En á vetrum 4 Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.