Goðasteinn - 01.06.1977, Page 12
í túninu á Brúnum cr lág, sem skiptist í tvær, um áðurnefndan
Lambhúsbala. En austar í túninu er Túnhornslág, iiggur suður frá
túnhorninu og að framanverðu kölluð Stíflulág, blaut nema efst
næst túnhorninu. Þar er Túnhornshóll, á honum er dys sem enn
sést, en 1910 lét Guðjón Sigurðsson úrsmiður í Reykjavík skjóta
gæðing sinn og grafa þarna. Hesturinn hét Vinur og var vinargjöf,
hann stóð í helti og varð ekki úr bætt. Guðjón úrsmiður fórst í hús-
brunanum mikla er húsið Ingólfshvoll brann 25. apríl 1915, hann
var bróðir Valgerðar á Brúnum konu Vigfúsar Bergsteinssonar.
Nokkru austan við túnhornið er Miðmóalág, sem nær fram að Kíl-
um. Kringum Miðmóalág var mikið kríuvarp og víðsvegar í Brúna-
landi var fjöldi fugla. í móanum og aurnum voru auk kríunnar,
tjaldur, lóa, spói, kjói, einstaka rjúpa, maríuerla o. fi. smáfuglar. 1
mýrinni hrossagaukur, keldusvín og endur, sem sækja í að verpa
í mýrlendi, einkum grænhöfðaönd. Við Graslausaflóð, sem áður
getur, áttu lómshjón dyngju sína árum saman og komu fram ungum,
cnda var þeim engin styggð gerð. Ekki létu þau á sig fá, þó gengið
væri kringum flóðið- Karlfugiinn synti um en frúin lá í dyngjunni.
Framan af árum var kjóinn stundum rændur, sömuleiðis krían, en
þau verptu aftur og voru þá látin í friði. Frá öðrum fuglum voru
ckki tekin egg og svo lagðist niður að ræna nokkurn fugl.
Heyskapur á Brúnum mun hafa verið nálægt 450-470 kaplar,
jafnan var vænt band. Veturinn sem bróðir minn, Sigurður Vig-
fússon, dó, en hann andaðist í descmbcr 1936, voru á fóðrum 4
kýr, 102 kindur og 16 hross, eldri og yngri. Vothey var verkað í
gryfju frá óþurrkasumrinu 1914 og var það gefið kúnum.
Þá er að lýsa landi Tjarnabæjanna, en þar var tvíbýli og landi
jarðanna óskipt. Sunnan við Kílana, sem áður er minnst á og eru
efst, næst landi Brúna, er lyngmói, sléttlendur, þó er þar valllendis-
hæð nær Tjarnabæjunu.m en Hraunsnefi kölluð Traðarhólmi. Efa-
laust hefur verið þar skýli útigangshrossa áður fyrr, en traðir voru
slíkir kofar nefndir, en þeir voru reftir með skógarhríslum af Þórs-
mörk með opið bil í miðju þaki. Rúst eftir kofa er á Traðarhólma.
Skammt fyrir norðan Tjarnatúnin hækkar landið nokkuð og er
sandblásið efst, kallað Rofið. Þaðan eru harðlendir valllendisbakkar
að túngörðunum á Tjörnum, en túngarðarnir voru snydduhlaðnir í
10
Goðasteinn