Goðasteinn - 01.06.1977, Blaðsíða 12

Goðasteinn - 01.06.1977, Blaðsíða 12
í túninu á Brúnum cr lág, sem skiptist í tvær, um áðurnefndan Lambhúsbala. En austar í túninu er Túnhornslág, iiggur suður frá túnhorninu og að framanverðu kölluð Stíflulág, blaut nema efst næst túnhorninu. Þar er Túnhornshóll, á honum er dys sem enn sést, en 1910 lét Guðjón Sigurðsson úrsmiður í Reykjavík skjóta gæðing sinn og grafa þarna. Hesturinn hét Vinur og var vinargjöf, hann stóð í helti og varð ekki úr bætt. Guðjón úrsmiður fórst í hús- brunanum mikla er húsið Ingólfshvoll brann 25. apríl 1915, hann var bróðir Valgerðar á Brúnum konu Vigfúsar Bergsteinssonar. Nokkru austan við túnhornið er Miðmóalág, sem nær fram að Kíl- um. Kringum Miðmóalág var mikið kríuvarp og víðsvegar í Brúna- landi var fjöldi fugla. í móanum og aurnum voru auk kríunnar, tjaldur, lóa, spói, kjói, einstaka rjúpa, maríuerla o. fi. smáfuglar. 1 mýrinni hrossagaukur, keldusvín og endur, sem sækja í að verpa í mýrlendi, einkum grænhöfðaönd. Við Graslausaflóð, sem áður getur, áttu lómshjón dyngju sína árum saman og komu fram ungum, cnda var þeim engin styggð gerð. Ekki létu þau á sig fá, þó gengið væri kringum flóðið- Karlfugiinn synti um en frúin lá í dyngjunni. Framan af árum var kjóinn stundum rændur, sömuleiðis krían, en þau verptu aftur og voru þá látin í friði. Frá öðrum fuglum voru ckki tekin egg og svo lagðist niður að ræna nokkurn fugl. Heyskapur á Brúnum mun hafa verið nálægt 450-470 kaplar, jafnan var vænt band. Veturinn sem bróðir minn, Sigurður Vig- fússon, dó, en hann andaðist í descmbcr 1936, voru á fóðrum 4 kýr, 102 kindur og 16 hross, eldri og yngri. Vothey var verkað í gryfju frá óþurrkasumrinu 1914 og var það gefið kúnum. Þá er að lýsa landi Tjarnabæjanna, en þar var tvíbýli og landi jarðanna óskipt. Sunnan við Kílana, sem áður er minnst á og eru efst, næst landi Brúna, er lyngmói, sléttlendur, þó er þar valllendis- hæð nær Tjarnabæjunu.m en Hraunsnefi kölluð Traðarhólmi. Efa- laust hefur verið þar skýli útigangshrossa áður fyrr, en traðir voru slíkir kofar nefndir, en þeir voru reftir með skógarhríslum af Þórs- mörk með opið bil í miðju þaki. Rúst eftir kofa er á Traðarhólma. Skammt fyrir norðan Tjarnatúnin hækkar landið nokkuð og er sandblásið efst, kallað Rofið. Þaðan eru harðlendir valllendisbakkar að túngörðunum á Tjörnum, en túngarðarnir voru snydduhlaðnir í 10 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.