Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 14
upp lækir þrír, ofan og austan bæja. Sá vestasti liggur með Barðinu,
lágri brík örskammt austan við túngarðinn í austurbænum, heitir
hann Heimalækur. f norðaustur af bæjunum er í honum hylur, kall-
aður Kerið. Þangað var farið með ull til þvotta á vorin, því vatns-
ból er ekki heimavið bæina nema brunnar. Austan við Heimalæk er
Miðlækur og nokkru austar Austastilækur. Milli þeirra eru grasrim-
ar, austast allbreið grasfit, Fljótsbakkinn.
1 túnfæti vesturbæjarins er svonefndur Stokkur, lítill vatnsfar-
vcgur, með snydduhlöðnum bökkum. Liggur hann ofanfrá Kílum
í Tangalækinn litlu vestar. Ókunnugt er hvenær Stokkurinn hefur
vcrið gerður, en efalaust verið allmikið mannvirki á sinni tíð. I
stokknum var skolaður þvottur og á vetn-m vatnað útifénaði þar,
ef hann var þá ekki ísilagður. En eins og áður er drepið á, voru
vatnsból bæjanna brunnar heima við bæ, og man ég glöggt frá
bernsku brunnhúsið í vesturbænum, smákofa rétt austan við bæinn
og vatnið dregið upp í fötu.
Beit þótti góð í Tjarnanesi og eru gömul ummæli á þá leið, að
hestur væri eins vel fær á vordögum útigenginn í Nesinu og töðu-
alinn á Seljalandi.
Nokkru eftir 1900 fór að gróa upp sandflæmið, sem lá milli
Markarfljóts og Ála fyrir framan Tjarnanesið og var þá nefnt Ný-
græður. Þarna munu fyrrum hafa verið tjarnir þær, sem bæirnir
drógu nafn s.itt af. Faðir minn, Vigfús Bergsteinsson, ólst upp á
Tjörnum frá frumbernsku og dvaldi þar til tvítugsaldurs, en hann
var fæddur á Seljalandi. 1 bernsku hans dvaldi á Tjörnum gömul
vinnukona, sem hafði lengi verið þar hjá Þorleifi Jónssyni bónda,
en hann var faðir Onnu, stjúpu föður míns- Gamla konan sagði
föður mínum, að fyrir framan nesið haf.i verið engjar Tjarnajarð-
anna, valllendisslægjur milli tjarnanna, en í æsku Vigfúsar sást enn
glöggt marka fyrir greinilegum dældum í sandinum en hærri sand-
spildur á milli. Þetta graslendi, sem gamla konan greindi frá, var
þá fyrir æði löngu eytt af sandfoki. Ekki man ég nafn þessarar
gömlu konu, sem bjó yfir þeim fróðleik scm ég hefi nú greint frá,
en mun nú fáum ef nokkrum kunnur.
Hitt er svo ofur skiljanlegt að tæplega hefði verið reist tvíbýli
á svo engjalausri jörð sem Tjarnir voru á þessari öld og fyrr. En
12
Godastehm