Goðasteinn - 01.06.1977, Qupperneq 27

Goðasteinn - 01.06.1977, Qupperneq 27
Og svona var haldið áfram. Vegurinn var góður, snjólaus upp á Sandskeið, svo tóku við fannir í Öldunum, en með mokaðri braut. í Svínahrauni var snjór í öllum slökkum, en autt á hraunhryggjum, og heldur fór snjór vaxandi eftir því sem ofar dró, en góð braut alla leið austur. Nú, scm við komum á hæðina austan við Smiðju- laut, sjáum við hvar snjóbíllinn kemur móti okkur skammt austar. Geir segir mér að stansa, nú gangi þeir móti bílnum. Eg skuli bara finna mér stað til að geta snúið við. Þeir hröðuðu sér út og löbbuðu af stað. Ég fór líka út að sjá, hvar ég gæti snúið v.ið, og fann stað rétt hjá, þar sem ég bat bakkað út úr brautinni. Þá fór ég að líta í kringum mig. Samfelldur snjór var yfir öllu, kafþykkt lofc og ein eyðihvíta í allar áttir. Farþegarnir fóru sér rólega, löbbuðu eftir brautinni í nokkurra metra fjarlægð. Þá allt í einu, eins og skotið af byssu, skellur á ofsarok af norðaustri og um leið er kominn ofan- og neðanbylur. Nú, svo skipti þetta engum togum, þeir koma í hendingskasti og inn í bíiinn, hrista af sér snjóinn og telja sig heppna að komast í skjól. Eftir drykklanga stund kom snjóbíllinn móts við okkur. Bílstjórinn kom út til okkar, hafði þekkt húsbónd- ann. Geir sagði honum að taka upp snjóplóginn og aka sem hrað- ast út á Hól, við kæmum fast á eftir, en svo drykkjum við allir saman kaffi á Hólnum. Síðan var haldið af stað, en hægt þótti okkur þeir aka, enda skyggnið slæmt. Loks náðum við þá á Hólinn. Ég ók upp að húsdyrum, og við fiýttum okkur inn. L.itlu síðar komu þeir úr snjóbílnum. Það fyrsta sem þeir sögðu, var þetta: ,,Það er hver sæll og heppinn, sem kemst í húsaskjól núna, þetta er ófært veður.“ Þá sagði Geir: ,,Það var nú ekki meiningin að nátta sig hér, enda þarf ég nauðsynlega að mæta á fundi í kvöld kl., það sem hann tiltók, og ég ætlaðist til að þið færuð á undan okkur niður að Lækjarbotnum“. Þá fóru þeir að tala um að ólag væri á bílnum hjá þeim, og þeir treystu honum ekki til að ganga í svona vitlausu veðr.i. Þá snéri Geir sér að mér og segir: „Kannske treystið þér yður ekki heldur til að aka í bæinn“. Auðvitað sagðist ég aka eftir hans ósk, eins og mér hafi verið falið meðan hægt væri, og trú- legra þætti mér að við ættum að geta komist í bæinn, það yrði verst hérna á Völlunum og niður í mitt Svínahraun, úr því færi það óðum batnandi miðað við vindátt og minnkandi snjó niður Goðasteinn 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.