Goðasteinn - 01.06.1977, Page 36
góðvild og senda mjer rit iðar um "Runemo og Runerne“ sem hjer
er harla sjaldgæft og ef þjer hefðuð fleira um fornletur sem þjer
hafið samið, líka tímatal í fornöld. Þetta væri best að senda með
Hra Pjetri Jónssini Petersen kaupmanni í Reikjavík þar valla mun
að vænta þess með Póstskjipi hjeðan af, en undir eins óska jeg að
fá að vita verð þess og með hvurju skjipi það ætti aptur að sendast
andvirðið. -
Eigin eignar bóndi Jón Jónsson hefir beðið mig að nefna sín
og sameignar manns vegna hvurt ekkji mundi fáanlegt uppá sann-
gjarna fullkomna borgun, að leitað væri í gömlum máldaga bókum
þar itra, hvurt ekkji mundi finnast máldagji eignar- og ábílis-
jarðar hans Lúnaholts (Lúnans- eða Lúnazholts) í Landmanna-
hreppi (firrum: itri Rangárvöllum) í Stóru vallna Sókn; hún er
landnámsjörð bigð af Þorsteini Lúna er nam efri hluta Þjórsárholta
og tjáist þar heigðr (eptir Landnámu) enda þótt menn gjeti nú ekkji
sjeð merki þess so víst sje; er hún nú talin 30 (hundruð) að dírleika
og var firrum stólsjörð í Skambeinsstaða umboði svokölluðu. Treist-
ir hann iður best að sjá til þessi irði framgjeingt og lofar að greiða
borguri alla hjer firir eins og uppá irði sett en hann æskjir að fá
vitneskju um ef jeg feingji línu tilbaka.
Nú hlít jeg að biðja auðmjúklega forláts á allri mælgjinni og
bænunum.
Með hugheilustu farsældar óskum er jeg iðar þjenustu skuld-
bundinn
Oddur Erlenzson.
Þúfu þ. 8da dag Septembr. mán.
1844.
„Undirvísun hef jeg ekkji haft so mikið sem til að læra að skrifa“.
Áður fyrr talaði fólk oft um undirvísun (undervisning, danska) og
átti þá oftast við bóklega kennslu.
Árni Gíslason', sýslumaður og bóndi á Hlíðarenda í Fljótshlíð 1570
-80. „Varð maður stórauðugur, enda harðdrægur og stórbrotinn.“
(P. E. Ó.). Árni sýslumaður andaðist árið 1587.
Bók Finns „Runemo og Runerne“ kom út 1841. Kenningar hans í
rúnafræðum þóttu hæpnar og var deilt hart um þær. Finnur var viður-
kenn'dur fræðimaður á mörgum sviðum, en í rúnafræði þótti hann sein-
heppinn.
34
Goðasteinn