Goðasteinn - 01.06.1977, Page 48

Goðasteinn - 01.06.1977, Page 48
Saman við ferðir okkar féllu ferðir hinna Norðurlandaþjóðanna- Minnsta þjóðin í þeim hópi, Færeyingar, sendu vestur 5 fulltrúa. Mun fleiri fulltrúar voru að vonum frá hverju hinna Norðurland- anna. íslendingar voru þar eina þjóðin, sem kynnti aðeins þjóð- hætti á verklegu sviði. Hjá Færeyingum var þetta blandað, þar sem saman fór hjá þeim kynning á vinnubrögðum og þjóðdönsum. Hinar Norðurlandaþjóðirnar kynntu svo að segja eingöngu gamla dans- músik og þjóðdansa. Fór þar mest fyrir fiðluspili, en einnig voru kynnt önnur hljóðfæri svo sem lykilharpan sænska og borðharpan finnska (kantele). Ætla ég að þarna hafi komið við sögu áhrif manns, sem kom mikið við framkvæmd hátíðarinnar, Gordons Tracie. Hann er mjög þekktur tónmenntamaður í Bandaríkjunum og víðar. Bækistöð hans er í Washington háskólanum í Seattle. Hef- ur hann unnið ákaflpga merkilegt starf í eflingu þjóðlegrar tónlistar. Til áhrifa hans ber a’ð rekja hópa, sem æfa saman fiðluspil og halda uppi tónmennt, sem lengi hefur dafnað hjá nærrænum þjóðum. Sá- um við og heyrðum mörg hrífandi dæmi um þetta í ferðinni. Við hófum för okkar heiman frá íslandi sunnudaginn 20. júní laust fyrir kl. 6 að kvöldi í björtu og fögru sumarveðri. Það er skemmtileg revnsla út af fyrir sig að ferðast milli landa með hinum stóru þotum. Flugleiðir láta farþegum sínum líða vel. Öll fyrir- greiðsla af hálfu áhafnar er eins og best verður á kosið. Ókunn andlit horfa við úr nær hverju sæti. í förinni var fjöldi sænskra ungmenna, sem voru að fara til kynnisdvalar á amerískum heimilum vestur í Filadelphiu- Flugleiðin lá yfir suður Grænland og bjart var í lofti, svo við sáum vítt og breitt yfir ísbreðann mikla og kuldaleg fjöllin út við ströndina. Ekki er til öllu kuldalegri um- gerð um mannlegt líf, og þó er víst hægt að una því vel þar engu síður en annarsstaðar. Handan landsins tekur svo við ísi stráð haf og langt líður þar til meginlandið mikla, Norður-Ameríka, heilsar, en úr háloftunum má greina ár, vötn og skóga og mannabyggð, sem þéttist jafnt og þétt eftir því, sem sunnar dregur. Kvöldrökkrið var lagst yfir heimsborgina New York, þegar farkostur okkar renndi í hlaðið við flugstöðina miklu á Kennedy flugvelli. Var klukkan þá gengin kortér í átta að þarlendum tíma. 46 Godasteum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.