Goðasteinn - 01.06.1977, Page 49
Flugstcðin krefst sinnar reglu, vegabréfaskoðun og tollskoðun
taka venjulega s.inn tíma. Við þremenningarnir frá Islandi vorum
búin undir ýtarlega skoðun á ullar- og hrosshársvörum okkar, en
áhrif Smithsonian náðu þarna inn fyrir veggi, stofnunin tók ábyrgð
á gestum sínum, sem raunar var víst óhætt, og töskurnar okkar
runnu í gegn samhliða okkur. Leið okkar lá svo út á strætið til
móts við bílinn, sem ekur fólk.i og farangri milli flugfélaganna
mörgu, sem fara um Kennedy flugvöll. Síðan tók við bið til kl.
10,30 eftir flugi til Baltimore. Á réttri stund lyfti flugvélin sér á
loft, upp í myrkvaðan himininn og gafst þaðan kostur á fagurri út-
sýn yfir ljósum prýddar húsaraðir og götur New York. Flugið til
Baltimore sóttist greitt. Eftir um þriggja kortéra flug lenti flugvélin.
Var þá um hálftími til miðnætur.
Þorsteinn Ingólfsson sendiráðsritari í Washington lét sig ekki
muna um það að vera mættur í flugstöðinni í Baltimore til að taka
á móti okkur og bjóða okkur velkomin. Skömmu seinna mættu svo
fulltrúar Smithsonian til að taka á móti okkur og aka okkur tii
Washington um nóttina. Það féll í hlut frú Vivi Aase að aka okkur
til náttstaðar, konu, sem varð nokkurskonar verndarengill okkar
dagana í Washington. Vivi Aase er gift Jon Aase, sem til skamms
tíma hefur starfað í norska utanríkisráðuneytinu, en nú starfaði við
Alþjóðabankann í Washington. Flafði frúin tekið að sér að vera
forsjá norrænu gestanna meðan þeir dveldu í Washington og reynd-
ist þeim í öllu eins og sönn móðir, sköruleg, rösk og ráðsnjöll. Hún
ók bíl sínum sem leið lá og sóttist grcitt- Var vegurinn þó á köflum
heldur laklegur, enda unnið að viðgerð hans.
Ferðin milli borganna tók um klukkutíma. Komum við til
Washington kl. 1,30 um nóttina. Ók frú Vivi okkur fyrst til opins
veitingastaðar og flutti okkur út í bílinn samlokur og svaladrykk.
Var svo ekið til Georgstown háskólans, þar sem okkur var búinn
dvalarstaður í Harbin Hall stúdentagarðinum, uppi á 9. hæð. Urð-
um við víst öll hvíldinn.i fegin, er þangað kom, og sváfum vært til
morguns.
Við vöknuðum árla morguns mánudaginn 21. júní og varð fyrst
fyrir að líta til lofts og átta. Úti blöstu við víðir leikvellir, skógar-
lundir og hús. Hlýju sumarlofti andaði inn um gluggana. Það var
Goðasteinn
47